Aunty Bing Dao

Tuesday, March 29, 2005

Það er svona smááá stress í gangi hér í Taichung í dag. Dagurinn byrjaði með því að ég þurfti að fara í 2 próf og svo heim að þvo allan þvottinn minn, þrífa herbergið mitt og pakka niður því að á morgun fer ég til Kína að heimsækja Einsa minn. Jæja málið er að á bakaleiðinni þarf ég að stoppa yfir nótt í Hong Kong þar sem að ég verð að sækja um nýtt VÍSA ( landvistarleyfi) til Taiwans. Til þess að fá þetta VÍSA þarf maður að vera með ýmis gögn í höndunum og meðal annars FLUGMIÐA út úr landinu. Þegar ég vaknaði í morgun hélt ég að þetta væri allt á sínum stað þar til að annað kom í ljós...ég finn ekki flugmiðann minn út úr Taiwan í Júni. Ég er búin að gera dauða leit í öllu herberginu mínu og ég finn heldur ekki afritið sem átti að vera í mail-inboxinu mínu....ekki nógu gott...tippical Ingunn...ég sem hélt ég væri svo skipurlögð ! Þessi Hong Kong dagur verður eitthvað skrautlegur...ein að þvælast um borgina með lonely planet bókina sína og allan farangurinn á bakinu...er ekki enn búin að finna hótelherbergi og ég hef það svona á tilfinningunni að það verði bara seinnitíma vandamál sem verður hummað af sér þar til það er kominn tími til að fara að sofa.

Á föstudaginn lenti ég í skemmtilegu ævintýri...ég íslendingurinn tók að mér forfallakennslu í ensku fyrir vin minn. Ég mætti 10 mínútum áður en að tíminn átti að byrja og svo var mér bara kastað í djúpu laugina. Ég stóð eins og fáviti ein inni í kennslustofu með 10, 12 ára stelpum og kennslubók og varð bara að gjöra svo vel að kenna eitthvað. Þetta hljómar allt voðalega einfalt en það var það alls ekki...það tók ekki nema 5 mínútur að fara yfir 1 blaðsíðu og hvað svo... 55 mínútur eftir ? Jæja fyrsti tíminn var skelfilegur en svo tók ég 2 aðra bekki 2x 30 mín sem var rosalega gaman...fékk líka tækifæri til að æfa kínverskuna. Frábært að sjá undrunar svipinn á krökkunum þegar ég sagði þeim að ég væri frá Íslandi...og það tók mig hálfa kennslustund að segja þeim frá landinu...að það væri hægt að búa til snjóhús og snjókarla...ansi merkilegt ! Jæja þetta reddaðist að lokum og ég gekk út með 3000 kr íslenskar sem endist ansi lengi hér í Taiwan.

Og svo það skemmtilegasta...Ingunn er að fara til Belgíu í júní með velvöldu fólki á RockWerchter Þótt að dagskráin heillaði mig meira í fyrra þá eru samt nokkur bönd sem mig langar að sjá ...eins og Interpol, Mars Volta og Queens of the stone age...ég yrði sérstaklega hamingjusöm ef Modest mouse sæju sér fært að mæta...ef ekki þá sé ég þá bara seinna.

Friday, March 18, 2005

...og það hlaut að koma að því að Ingunn fengi þá flugu í hausinn að vilja fara í klippingu. Ég útskýrði mjög vel fyrir klipparanum á minni flottu kínversku að ég vildi ekki láta klippa mikið....en ég held að það hafi verið einhver smááááááááááááá misskilningur á ferðinni...ég hef líklegast ekki notað réttan tón....er sem sagt nánast sköllótt núna...kanski ekki alveg sköllótt en það var allavegana tekið helmingi meira en átti að gera.
...hlakka til að komast aftur til Sæunnar.

Það er yndislegt að aka um götur borgarinnar á vespunni minni með tónlist í eyrunum . En í gær átti ég skemmtilega vandræðalega stund þegar ég uppgötvaði á rauðu ljósi að ég væri að syngja með Mugison...sjaldan verið eins mikið horft á mig !

Á hverju ári kemur helv. skattaskýrslan...sem er minn versti höfuðverkur. Það er ótrúlegt hvað ég get látið hana fara í taugarnar á mér. Í fyrra náði ég að klúðra bæði minni skýrslu og pabba, daginn sem ég kom heim frá Taiwan...skelfilega þreitt og alls ekki að nenna þessu því ég var að flýta mér á Damien rice tónleika með Óla Veigari. En þegar maður er svona í öðru landi, þarf ekki að vinna fyrir sér öðru vísi en að sækja náms styrkinn í hverjum mánuði, á maður það til að gleyma öllum áhyggjum sem liggja á fólkinu heima. En hvað um það SVO hitti ég pabba á MSN um daginn og fyrsta sem hann spyr er " ERTU BÚIN AÐ SKILA SKATTASKÝRSLUNNI ?"
...og þá var nú gott að eiga góðan vin sem heitir Ingvar Júlíusson og kemur manni til bjargar svona á verstu tímum...fyllir út skattaskýrslur blindandi og hefur bara gaman af því !
Takk fyrir það Ingvar !

Thursday, March 17, 2005

Húnvetnskur ráðgjafi kemur Taívönum í vandræði !

Tuesday, March 15, 2005

Þá er fyrsta lamb ársins komið í heiminn...gaman af því, ég myndi ekki skýra það Myrju, Tæfu eða Vellu eins og mælt er með á þessari síðu
og svona að lokum fyrir ykkur sem hafið gaman af ærnafnavísum þá kem ég hérna með þrjár vísur eftir hann Eyjólf sem ríma.

1. Mona Nýpa Molda Rós
Minní Fála Ljúpa
Dugga Askja Dolla Ljós
Drjáfríð Mörk og Rjúpa.

2. Alda Kolga Unnur Dröfn
Agga Hrund og Gára
Fokka Blæja Sigla Sjöfn
Særún Hrönn og Bára.

3. Brella Dyngja Della Brá
Döpur Sæmd Áróra
Salvör Átta Slípa Gná
Svunta Golsa Flóra.

...alltaf fjör í sveitinni.

Tuesday, March 08, 2005

Eins og þið flest vitið hefur ekki verið friður á milli Kína og Taiwan í um 56 ár eða frá því að komúnnistar náðu völdum í Kína og fyrri stjórn flúði yfir til Taiwan. Það nýjasta í þessu máli er að Kína stjórn, sem hefur haft miklar áhyggjur af því að Taiwan ætli að lýsa yfir sjálfstæði sínu, er búin að leggja fram lagafrumvarp sem kveður á um að ef Taiwan mun lýsa yfir sjálfstæði þá megi Kína gera árás. Síðustu 2 daga er búin að vera mikil ókyrrð í loftinu þar sem greinilegt er að miklar æfingar eru í gangi hér í Dong Hai herstöðinni.
Til að mótmæla þessu bulli tveggja stjórnmálaflokka...kommúnista og demokrata...ákvað ég í gær að kaupa mér flugmiða yfir til Kína, þar sem að afar hagstæðir miðar eru í boði þessa dagana eftir þessar yfirlýsingar. Ég fer 30. mars og verð hjá Einari í 5 nætur og stoppa svo eina nótt í Hong Kong til að fá nýtt VISA inn til Taiwan. Það er alltaf frí í öllum skólum þessa viku því að landsmenn sameinast og þrífa grafhýsi látinna ástvina. Þetta er gömul hefð sem Chiang Kaishek kom á. Tailor sagði mér í dag að mjög algengt væri að fólk opnaði kisturnar ca 7 árum eftir að fólkið er grafið og tækju beinin úr og settu þau í einhverskonar "krukku". Ég skyldi samt ekki alveg hvað hann var að fara með þessa krukku...en allavegana sagði hann að hans fjölskylda hefði gert þetta 7 árum eftir að amma hans dó.

Monday, March 07, 2005

Mæli alveg með þessu

Róbert vinur minn frá Kanada kom aftur til Taiwan í vikunni eftir mánaðar ferðalag um Evropu. Að því tilefni var haldin veisla í þak íbúð strákann sem er á 24. hæð. Af einhverri ástæðu lenti ég í afar vafasamri umræðu um þorskveiðar við Ísland og get ég nú ekki sagt að ég hafi haft vit á því sem ég var að tala um...en maður verður víst að þykjast vera sannur íslendingur....fékk mér meira að segja harðfisk þegar ég kom heim.
Grant vinur minn frá suður Afríku var afar hress því hann fékk að prufa trefil og vetlinga í fyrsta skipti.
Það er vanalega mjög auðvelt að mana mig út hvað sem er ...í gær var það að hlaupa niður hæðirnar 24 og vera á undan lyftunni niður...að sjálfsögðu vann Ingunn og eru lærvöðvarnir frekkar slappir í dag.

Í síðustu viku skelltum við Amanda okkur á ljóskera hátíð hér í Taichung. Meðal annars löbbuðum við yfir brúnna sem tryggir okkur hamingjuríkt ár og fylgdumst með gömlu köllunum tefla kínverska skák. Eftir þennan menningar dag ákváðum við að læra kínverska skák og er það búið að taka okkur viku að undirbúa okkur því að við verðum að sjálfsögðu að vita hvað táknin þýða á hverjum taflmanni. Tailor ætlar síðan að byrja að kenna okkur í næstu viku...kanski getum við svo farið í garðinn og fengið að tefla við kallana og æft kínverskuna í leiðinni.

Ég er búin að vera að velta því fyrir mér að kíkja eina helgina í þessum mánuði yfir til Shang Hai eða Peking til að skoða skóla þar fyrir næsta vetur. Mig langar ekkert að flytja til Guang Zhou þar sem að Einar býr núna og er ég að vonast til að Shang Hai eða Peking séu meira spennandi borgir. Ég held líka að Einar yrði ekki rólegur að vita af mér einni á þvælingi ef við værum í Guang Zhou.

Eftir að ég bætti við mig helmingi fleirri tímum í skólanum þá fékk nýja bekkjarfélaga...Chris og Vero sem er svo sannarlega skemmtilegt. Þótt að Japönsku stelpurnar tvær sem eru með mér í hinum bekknum séu mjög fínar þá eru þær ekki eins hressar og Chris og Vero. Þannig að nú er aftur líf og fjör í skólanum.

Jæja þetta er orðið gott...caractera próf í fyrramálið og klukkan er orðin allt of margt.
...og svona að lokum...þá er smá grein um skvísuna í bæjarlífi

Thursday, March 03, 2005

Í dag er ég alveg sérstaklega pirruð. Það er búið að vera stannslaus rigning hérna í 2 vikur sem er alls ekki fyndið þar sem að ég fer allar mínar ferðir á vespunni minni en ekki á bíl. Öll fötin mín eru blaut og það þýðir ekkert að ætla að hengja blaut föt upp til þerris því að það er svo mikill raki hérna fyrir.Ef maður er heppinn þá eru fötin kanski orðin þurr eftir 5 daga. Það er líka búið að vera svo kalt inni í herberginu mínu að ég sef í flís peysu með húfu og vetlinga. Svona er febrúar í Taiwan, en veðurspáin segir að það eigi að stytta upp á laugardaginn og í næstu viku verður hitinn um 24 gráður...þangað til ætla ég bara að vera pirruð.

Annað sem er að angra mig...í morgun átti ég að byrja í nýjum bekk...ég ákvað að taka helmingi fleirri tíma í skólanum en vanarlega og átti fyrsti tíminn að byrja kl 9 en að sjálfsögðu var ekki sjens að komast undan hlýrri sænginni yfir í kuldan og nánast frosið steingólfið, þannig að Ingunn slökkti bara á klukkunni og svaf til kl 12. Þannig að núna er ég með hræðilegt samviskubit yfir að hafa ekki farið í tíma í morgun.

Það þriðja sem er að pirra mig er það að fyrir utan gluggann hjá mér er risa stór loftpressa sem hefur varla þagnað síðan að vekjaraklukkan byrjaði að hringja í morgun. Það lýtur allt út fyrir að það eigi að fara að byggja blokk hér við hliðina á þessari sem þýðir að það verður ekki stundar friður hérna ...svona næsta árið.