Róbert vinur minn frá Kanada kom aftur til Taiwan í vikunni eftir mánaðar ferðalag um Evropu. Að því tilefni var haldin veisla í þak íbúð strákann sem er á 24. hæð. Af einhverri ástæðu lenti ég í afar vafasamri umræðu um þorskveiðar við Ísland og get ég nú ekki sagt að ég hafi haft vit á því sem ég var að tala um...en maður verður víst að þykjast vera sannur íslendingur....fékk mér meira að segja harðfisk þegar ég kom heim.
Grant vinur minn frá suður Afríku var afar hress því hann fékk að prufa trefil og vetlinga í fyrsta skipti.
Það er vanalega mjög auðvelt að mana mig út hvað sem er ...í gær var það að hlaupa niður hæðirnar 24 og vera á undan lyftunni niður...að sjálfsögðu vann Ingunn og eru lærvöðvarnir frekkar slappir í dag.
Í síðustu viku skelltum við Amanda okkur á ljóskera hátíð hér í Taichung. Meðal annars löbbuðum við yfir brúnna sem tryggir okkur hamingjuríkt ár og fylgdumst með gömlu köllunum tefla kínverska skák. Eftir þennan menningar dag ákváðum við að læra kínverska skák og er það búið að taka okkur viku að undirbúa okkur því að við verðum að sjálfsögðu að vita hvað táknin þýða á hverjum taflmanni. Tailor ætlar síðan að byrja að kenna okkur í næstu viku...kanski getum við svo farið í garðinn og fengið að tefla við kallana og æft kínverskuna í leiðinni.
Ég er búin að vera að velta því fyrir mér að kíkja eina helgina í þessum mánuði yfir til Shang Hai eða Peking til að skoða skóla þar fyrir næsta vetur. Mig langar ekkert að flytja til Guang Zhou þar sem að Einar býr núna og er ég að vonast til að Shang Hai eða Peking séu meira spennandi borgir. Ég held líka að Einar yrði ekki rólegur að vita af mér einni á þvælingi ef við værum í Guang Zhou.
Eftir að ég bætti við mig helmingi fleirri tímum í skólanum þá fékk nýja bekkjarfélaga...Chris og Vero sem er svo sannarlega skemmtilegt. Þótt að Japönsku stelpurnar tvær sem eru með mér í hinum bekknum séu mjög fínar þá eru þær ekki eins hressar og Chris og Vero. Þannig að nú er aftur líf og fjör í skólanum.
Jæja þetta er orðið gott...caractera próf í fyrramálið og klukkan er orðin allt of margt.
...og svona að lokum...þá er smá grein um skvísuna í bæjarlífi
0 Comments:
Post a Comment
<< Home