Jæja þá á ég bara eina nótt eftir í Noregi og svo fer ég aftur til London á morgun og lendi síðan loksins í Hong Kong á þriðjudagskvöld. Þaðan tek ég síðan rútu til GuangZhou í Kína þar sem ég ætla að vera hjá honum Einsa mínum í eina viku.
Dvölin í Noregi er búin að vera voðalega notarleg. Í gær fórum við í göngutúr um miðbæ Sandnes og Stavanger og elduðum síðan góðan mat um kvöldið. Ég er orðin meistari í að byggja Lego kastala og er farin að þekkja söguþráðinn í Emil í Kattholti ansi vel. Íris Adda er búin að vera mín einka vekjaraklukka á morgnanna sem er fínt því ekki veitir af að byrja að snúa sólarhringnum við.
Í dag ( sunnudag ) er bolludagur í Noregi, Bella skellti því bollum í ofninn og Amma kom í kaffi. Ég get ekki sagt að ég fari vannærð frá Noregi því ég er varla búin að gera neitt annað en að borða síðan að ég kom.
Sótarinn kemur á morgun að hreinsa strompinn...ég vona að ég sjái hann áður en ég fer. Bella sagði að hann væri svartur í framan með ljóst hár og blá augu...alveg eins og í ævintýrunum ! Ég hef allavegana aldrei séð alvöru sótara á ævinni.
Áður en ég lagði af stað frá Íslandi bilaði tölvan mín...inni á henni var meðal annars öll tónlistin mín rúm 10GB. Ég var nú ekkert að stressa mig sérstaklega yfir því fyrst að ég á þennan fína i-pot sem hélt líka utan um öll lögin mín. En svo í gær fórum við Sveinn eitthvað að fikta með i-pottinn sem endaði líka bara með því að öll lögin þurrkuðust út af honum !!! AAArrrrrrrrg...þannig að ég fæ ekki tónlistina mína aftur fyrr en að tölvan er komin í lag sem verður í fyrstalagi eftir 2 vikur. Sem betur fer tók ég með mér Mugison diskinn og svo keypti ég mér Elliott Smith disk í gær
Þar sem að ekki er vinsælt að fólk sé að blogga í Kína þá á ég líklegast ekki eftir að blogga neitt fyrr en að ég kem aftur til Taiwan.
5 Comments:
eh.. ertu viss um að þú viljir birta þessar myndir?
I-pottur... er hægt að nota hann undir kjötsúpu eða til að sjóða egg??
Elliot Smith er frábær, ef þú keyptir ekki Either/Or þá mæli ég með því að þú eignist þinn annan Elliot Smith disk strax.
Kv.
IJ
ehhhh...hvada myndir ertu ad tala um ???
Ohhh Ingvar tu veist nu bara ekki neitt um I-potta...enda att tu lika bara onytann mp3 player !!!
...eg fer ad vinna i tessu med hinn diskinn...verd lika ad eignast nyja Mars Volta diskinn sem er kominn ut i special edition i Japan :)
eh...er tetta kanski nyr brandari Oli ??? :)
Post a Comment
<< Home