Aunty Bing Dao

Sunday, November 21, 2004

Frábær helgi !

Helgin byrjaði þannig að við seldum Barónsstíg 18 á ásettu verði ! Soldið sárt en kanski á ég bara eftir að kaupa allt húsið seinna ;)
Jæja ég ákvað þá bara að skella mér í mollið að versla...endaði með frábær stigvél og nokkra CD... meðal annars þennan því að þessi hljómsveit mun alltaf mynna mig á Ingvar og Barónsstíginn. Já og talandi um það þá er ég loksins búin að fá nýja Interpol diskinn...hamingjusöm með það !
Á föstudagskvöldið fór ég með Chris að kenna einhverri kínverskri stelpu að spila á gítar...á heimleiðinni kíktum við á Farmhouse sem er hverfispöbbinn og fengum okkur nokkra öllara. Kynntumst nokkrum kínverskum köllum og einn þeirra endurtók sömu setninguna ca 50 sinnum um kvöldið " see you very happy " Kvöldið endaði þannig að við vorum búin að spila nokkur lög á barnum og eigandinn vildi endilega fá okkur til að spila í næstu viku fyrir 1100 kr á tímann á mann og frítt að drekka allt kvöldið !! Hann veit sko ekki hvað það þýðir... Hahaha þetta á sko ekki eftir að enda vel.
Jæja á laugardaginn fórum við Amanda niður í bæ á Vespunni hennar og kláruðum að versla jólagjafirnar á markaðinum. Við hefðum frekar átt að taka businn því að á heimleiðinni þurfti ég að halda á Ca 10 pokum sem voru fullir af jökkum, skóm og tekötlum ...frekar erfitt. Við komumst allavegana heilar heim að lokum og skelltum okkur svo beint með Robert, Gordon og Antonio á útitónleika í dong hai. Frekar slappar hljómsveitir en við fengum frítt að drekka.

5 Comments:

At 7:06 AM, Anonymous Anonymous said...

Til hamingju!
Karo

 
At 1:51 PM, Blogger Ingunn said...

Takk, takk

 
At 1:30 PM, Anonymous Anonymous said...

Ingunn
Takk fyrir tad elskan min :)

 
At 11:43 PM, Anonymous Anonymous said...

Til lukku með söluna, þú verður bara að kaupa kofann aftur seinna.

see you very happy
Ingvar J.

 
At 12:18 PM, Anonymous Anonymous said...

Ohhh thanks man...see you very happy to :)...eftir 3 vikur ;)

 

Post a Comment

<< Home