Aunty Bing Dao

Thursday, November 18, 2004

Ég vaknaði einstaklega pirruð í morgun...veit ekki alveg afhverju...kanski út af öllum prófunum sem við erum búin að vera í þessa vikuna og heilinn er orðinn steiktur af kínverskum táknum...kanski af því að ég er búin að fá svo mörg tilboð í íbúðina og ég verð að feisa það að ég sé að selja...kanski af því að hitinn er kominn niður í 20° og ég þurfti að fara í kalda sturtu... hver veit !
...en bekkjarfélagarnir gerðu allt sem þeir gátu til þess að hressa mig við...Chris hljóp út í kaffiteríu og náði í kaffi handa mér og Carolin ákvað að tala minna en Zhang kennari barði mig með priki því hún hélt að ég hefði læst hana úti...já alltaf fjör í skólanum.
...eftir hádegi ákvað ég að skella mér í nudd og reyna að slappa aðeins af. Þegar ég kom inn á nuddstofuna varð allt vitlaust...kerlingarnar hlupu um og öskruðu...TALAR EINHVER ENSKU HÉRNA !!!! Þær urðu svo frekar vandræðalegar þegar ég sagði þeim að ég gæti talað smá kínversku...

2 Comments:

At 7:10 PM, Blogger Bella said...

Ég hef ekki verið lamin fyrir að læsa einhvern úti, en ég hef lamið á hurð þegar Atli læsti mig inni á klósti!

 
At 3:50 PM, Blogger Ingunn said...

...já það er ekki tekið út með sældinni að vera nemandi...ýmislegt sem við verðum að þola !
...Hann Atli minn mynnir mig stundum soldið mikið á Emil í Kattholti..hann ætlaði ekkert að gera þetta...þetta bara gerðist óvart !! Hlakka til að sjá hann aftur í Febrúar :)

 

Post a Comment

<< Home