Aunty Bing Dao

Thursday, November 11, 2004

Ég er orðin rosaleg í kakkalakka veiðum...það er ótrúlegt hvað maður getur gert þegar maður hefur engann karlmann á heimilinu !
Einsi kom samt í heimsókn um daginn...en þá létu kakkalakkarnir ekki sjá sig !

...það eru komnar nýjar myndir í albúmið

Fór með stelpunum í hringferð í kringum landið í síðustu viku, það var frábært fórum á ströndina og ég varð auðvitað eins og epli í framan á eftir en núna er ég bara brún og sæt. Síðasta daginn leigðum við okkur vespur og fórum í dags ferðalag í kringum suðurhluta landsins...sem var bara snilld.

Í gær hringdi hótelstjórinn í mig og spurði mig hvort ég gæti flutt mig yfir í annað herbergi yfir helgina því að það væri allt upp bókað hjá þeim. Hann sagði að ég myndi fá miklu betra herbergi í staðin...svona VIP herbergi. Jújú mér leist nú bara þokkaleg vel á það...var samt ekki alveg að nenna að fara að flytja draslið mitt en ákvað nú bara að reyna vera næs og segja að þetta væri ekkert mál. Svo í morgun þegar ég átti að fara að flytja kemur hann til mín með skottið á milli lappanna og segir að það sé eitt sem hann þurfi að að segja mér um þetta herbergi...nú jæja það hlaut að vera eitthvað...það er á ganginum sem er verið að gera upp...þannig að öll herbergin á þeim gangi eru fokheld og allt er í drasli og steipu...en ég sveitastelpan úr Ölfusinu læt það nú ekki skemma fyrir mér helgina...bý semsagt núna í VIP herberginu umkringd steipu og kakkalökkum...skál fyrir því !

0 Comments:

Post a Comment

<< Home