Aunty Bing Dao

Thursday, December 02, 2004

Fimmtudaginn í síðustu viku datt mér það snjallræði í hug að kaupa mér vespu ! Ég og Amanda skelltum okkur til næsta bifvélavirkja og 2 tímum seinna var mín farin að aka um götur Taichungs á nýrri ( notaðri ) vespu...þokkalega gaman !
Jæja helgin var þá tekin með trompi...við fórum '' snemma '' á fætur á laugardagsmorgun og ákváðum að skella okkur á vespunum okkar til Lukang sem er um 1,5 tíma akstur frá Taichung. Veronice átti að vera með leiðina á hreinu...hún sat aftan á hjá Amöndu og sá um kortið...en að sjálfsögðu vorum við villtar eftir um 30 mínútna akstur. Við komumst loksins á leiðarenda eftir um 3,5 tíma. Þegar við komum heim um kvöldið ákvað ég að skella mér niður í bæ að hitta strákana, Antoni, Grant og Robert , en það endaði auðvitað bara með bulli og var ég ekki komin heim fyrr en um kl 7 morgunin eftir.

2 Comments:

At 9:54 PM, Anonymous Anonymous said...

Alveg hefði ég hugsað mig tvisvar um í sambandi við þessa vespu eftir þína reynslu:)
Karo

 
At 12:38 AM, Anonymous Anonymous said...

ja eg veit...eg hugsadi mig tvisvar...og akvad ad tad vaeri betra ad treysta sjalfum ser og rada sinum eigin hrada heldur en ad sitja alltaf aftan a hja vinum sinum :/ ...lofa ad fara varlega :)

 

Post a Comment

<< Home