Aunty Bing Dao

Friday, January 28, 2005

Jæja þá er dvöl mín hér á Íslandi senn að ljúka...og við tekur, London, Noregur, Hong Kong, Kína og svo loksins Taiwan ( Taichung ) . Ég er mest lítið búin að gera síðustu vikur annað en að láta mér "leiðast" og bíða eftir því að komast aftur út. Ég er reyndar búin að eiga fínar stundir með vinunum...skrapp til dæmis í bíó með Ingvari og Óla að sjá þessa stórkostlegu mynd...sjaldan sem ég hef hlegið eins mikið...og ótrúlegt að eins leiðinlegt fólk og frakkar geti gert svona hressa mynd. Síðan fórum við Sæunn í mat til Karó í gær...snilldar kokkur og bruggari hún Karó.
Svo uppgötvaði ég það áðan að ég er líklegast ekki lengur með Alzheimer light, heldur er það líklega orðið miklu verra hjá mér. Þegar ég kom til Þorlákshafnar og ætlaði að fara að tæma bílinn hjá mér fattaði ég það að ég gleymdi öllu draslinu mínu í Reykjavík...töskunni með fötunum mínum og öllu...er því bara pirruð núna og býð góða nótt.

2 Comments:

At 8:12 AM, Blogger von ölves said...

þú ert snillingur!!!

 
At 1:04 AM, Blogger Ingunn said...

já þetta getur enginn nema ég !

 

Post a Comment

<< Home