Í dag er ég alveg sérstaklega pirruð. Það er búið að vera stannslaus rigning hérna í 2 vikur sem er alls ekki fyndið þar sem að ég fer allar mínar ferðir á vespunni minni en ekki á bíl. Öll fötin mín eru blaut og það þýðir ekkert að ætla að hengja blaut föt upp til þerris því að það er svo mikill raki hérna fyrir.Ef maður er heppinn þá eru fötin kanski orðin þurr eftir 5 daga. Það er líka búið að vera svo kalt inni í herberginu mínu að ég sef í flís peysu með húfu og vetlinga. Svona er febrúar í Taiwan, en veðurspáin segir að það eigi að stytta upp á laugardaginn og í næstu viku verður hitinn um 24 gráður...þangað til ætla ég bara að vera pirruð.
Annað sem er að angra mig...í morgun átti ég að byrja í nýjum bekk...ég ákvað að taka helmingi fleirri tíma í skólanum en vanarlega og átti fyrsti tíminn að byrja kl 9 en að sjálfsögðu var ekki sjens að komast undan hlýrri sænginni yfir í kuldan og nánast frosið steingólfið, þannig að Ingunn slökkti bara á klukkunni og svaf til kl 12. Þannig að núna er ég með hræðilegt samviskubit yfir að hafa ekki farið í tíma í morgun.
Það þriðja sem er að pirra mig er það að fyrir utan gluggann hjá mér er risa stór loftpressa sem hefur varla þagnað síðan að vekjaraklukkan byrjaði að hringja í morgun. Það lýtur allt út fyrir að það eigi að fara að byggja blokk hér við hliðina á þessari sem þýðir að það verður ekki stundar friður hérna ...svona næsta árið.
3 Comments:
og þú ert svona hress...
kv,
o.veigar
Gaman að fylgjast með þér frænka!
Gunna Sigríks
sigriks.blogspot.com
...Takk fyrir það...gaman að vita að það sé verið að fylgjast með manni :)
Post a Comment
<< Home