Aunty Bing Dao

Wednesday, February 23, 2005

Jæja þá er ég búin að koma mér vel fyrir í nýja herberginu mínu ég náði að þrífa og svo komu krakkarnir að hjálpa mér að flytja allt á fimmtudaginn. Derrik var sendur út að þrífa gluggana á meðan við stelpurnar slöppuðum af. Öryggis verðirnir eru mjög fyndnir hérna einn þeirra er búinn að hafa svo miklar áhyggjur af mér því að ég er búin að vera svo kvefuð, um daginn kom hann með 2 glös af heitu vatni og skipaði mér að drekka þau bæði.

Á föstudaginn byrjaði svo að rigna og það er bara búið að rigna síðan þá. Ég skrapp á netkaffi og þegar ég kem út var hjálmurinn minn fullur af vatni....það var bara stór pollur. Ég varð bara að gjöra svo vel að fara heim og þurrka hann með nýju hárþurrkunni minni.

Þrátt fyrir leiðindar veður um helgina skelltum við Amanda okkur niður í bæ á laugardagskvöldið til að hitta Antony og Grant. Þeir fengu auðvitað gjöf frá Íslandi...Brennivín ...sem þeir voru alsælir með...þeim fanst það bara mjög gott og voru ekki lengi að klára úr flöskunum !

Skólinn byrjaði á mánudaginn. Ég er í bekk með tveimur japönskum stelpum sem virðast yndælar en ég held að þetta verði frekar alvarlegir tímar. Ekki hlegið og gert grín af kennaranum eins og fyrir áramót þegar ég var með Amöndu og Chris í bekk.

En svona að lokum...þá eru komin ný myndaalbúm...þar er meðal annars að finna myndir úr Koníaksstofunni hans Júlla...frá Noregi og Kína...og svo nýjustu myndirnar frá Taiwan.

Var ekki einhver umræða í gangi um daginn að Tazmaníudjöfullinn væri að deyja út...get ekki betur séð en að hann sé enn í fullu fjöri :) ...love you Mr Taz

1 Comments:

At 5:50 PM, Blogger von ölves said...

tazinn er ódauðlegur!

 

Post a Comment

<< Home