Aunty Bing Dao

Wednesday, April 04, 2007

Ég verð nú að viðurkenna að ég er með stanslausann hnút í maganum þegar ég fer ein út á götu. Shang Hai er ekkert eins og í Taichung-Taiwan, þar sem maður hafði engar áhyggjur og var líklegast allt of kærulaus.

En þar sem Einar var að vinna í gær og mánudaginn og flaug svo til Peking í morgun á fund, verð ég bara að bíta á jaxlinn og vona að allir vondu karlarnir séu hræddir við hvítu sveitarstelpuna sem er komin af Víkingum. Það þýðir víst ekkert að hanga bara inni.

Ég skellti mér því seinnipartinn á Nan Jing Lu sem er aðal verslunargatan hér í Shang Hai. Ég hefði nú getað verslað ýmislegt en þar sem ég var aðallega að hugsa um að verða ekki rænd, strunsaði ég upp og niður götuna og var orðin þokkalega pirruð á sölumönnum í restina. Hey lady you wonna buy shoes, TV ? Já ég vill kaupa sjónvarp, ég skelli því bara á bakið !

Monday, April 02, 2007

Cash Recycling Machine=Hraðbanki

Það er víst stress hér í Shang Hai líka þótt ég sé ekkert svo stressuð enn. Samt sem áður þarf ég að læra óhemju mikið um páskana og ætla ég nú að reyna að líma mig við bækurnar næstu 2 daga því Einar þarf að vinna í dag og á morgun og svo þarf hann að skreppa í dags ferð til Peking á miðvikudaginn.
En ferðin gekk annars vel, hef tekið lengra flug en þetta svo ég var frekar fljót að ná mér eftir flugið. Shang Hai er bara ágætis borg, það sem ég hef séð af henni að minnsta kosti...sem er ekki mikið. Plan dagsins er að fara út með kortið og lonely planet bókina mína, villast og vona að ég komist aftur heim. Nú ef það tekst ekki verð ég bara að hringja í Einsa eða taka leigara og vona að hann skili mér á réttan stað.

Íbúðin er mjög fín, 2 svefnherbergi, 2 baðherbergi, stofa, eldhús og kona sem kemur 3x í viku og þvær þvott og þrífur. Adam vinur okkar frá Bandaríkjunum kíkti í heimsókn í gær, hann var í Taiwan allan tíman sem ég var þar. Það var frekar heimilislegt að hitta hann aftur, einskonar Taiwan fílingur.
Jæja nú krossleggjum við fingur og vonum að Ingunn skili sér aftur heim fyrir kvöldið.