Aunty Bing Dao

Sunday, June 27, 2004

Ég er búin að vera að velta því mikið fyrir mér undan farna daga hvað ég á að gera í vetur. Hvort ég eigi bara að láta mig hafa það að fara strax aftur til Taiwans til að læra meiri kínversku eða skella mér til spánar í skóla og njóta aðeins lífsins þar. Í þessum hugleiðingum varð mér hugsað til fyrstu dagana okkar Einsa í Taiwan...hvað þeir voru skelfilega erfiðir en skondnir....eitt af því sem mér fannst erfiðast að venjast var það að pissa í þessi göt. Það var alveg sama hvað ég vandaði mig mikið, það fór alltaf eitthvað útfyrir. Einn daginn ákvað ég að ræða þetta vandamál við Einar og sameiginleg niðurstaða varð sú að ég snéri örugglega ekki rétt á gatinu....en svo um daginn fann ég þessa skemmtilegu síðu sem útskýrir með mynd hvernig maður á að nota þessi Asísku klósett....endilega skoðið hana þetta er erfiðara en þið haldið !

Wednesday, June 09, 2004

Ólafur Hannesson frá Hrauni í Ölfusi er í spænsku skóla í Malaga, hann hefur verið iðinn við að halda þessa fínu dagbók á netinu sem ég hef sérstaklega gaman af að lesa og mæli ég eindregið með að þið kíkið á hvað strákurinn hefur að segja frá ferðalaginu og ekki hika við að gefa smá comment !! Skoða dagbók hér

Annars hef ég það bara fínt...ég skellti mér ásamt staffinu og fleirra góðu fólki á sjómanna ballið í ráðhús kaffi. Það var bara snilld...enda held ég bara að ég hafi skemmt mér manna best....það fór að minnsta kosti ekki á milli mála daginn eftir. Ég vil samt gefa honum Ingvari vini mínum orðu fyrir að reyna að koma mér heim á kristinlegum tíma...sem reyndar tókst ekki hjá honum....hef aldrei verið mikið fyrir að láta ráðskast með mig :)

Ég skrapp í bæinn á föstudaginn og verslaði af mér allt vit....leigði út íbúðina sama dag og fékk allt í einu mikla þörf fyrir að skreppa í búðir...seinna um daginn var ég á rúntinum með Ingvari og Óla niðri í miðbæ og áður en ég vissi af fékk ég FALSKAR TENNUR á húddið á bílnum !!! Það var e-ð par að rífast og kallinn var svo reiður að hann tók út úr sér tennurnar og kastaði þeim í bílinn minn....gaman af þessu.

Ég vaknaði í morgun svo ótrúlega hress og kát...ég dreymdi fullt af skemmtilegum draumum í nótt þar sem að allt mitt líf var að ganga upp....hahaha t.d. fékk ég þær fréttir að ég hefði komist inn í FIH ( tónlistarskólann ) ég fór neblega í inntökupróf þar um daginn og svo var margt fleirra sniðugra sem ég læt ekki út úr mér hér...

Einar hringdi í mig á Föstudags nóttina með leiðinlegar fréttir...Adam vinur okkar frá Bandaríkjunum lenti í slysi á vespunni sinni...hann er samt á batavegi og fer hann til Bandaríkjanna í vikunni til að komast undir læknishendur þar....líklegast skemmtilegri sjúkrahús þar en í Taiwan.

....nú er bara 1 vika þar til að Einar kemur heim ;)
góða nótt

Thursday, June 03, 2004

Jæja það er nokkuð ljóst að ég verð að reyna að skrifa nokkrar línur....hef ekkert heyrt frá Rósu aftur, því miður...en það er að minnsta kosti orðið svo langt síðan að ég bloggaði síðast að ég átti í miklum erfiðleikum með að muna lykilorðið inn á síðuna mína. Það er mest lítið búið að gerast í city-inu, en ég kíkti á Pixies tónleikana í síðustu viku....þeir voru hrikalega góðir en mér fannst samt endirinn frekar snubbóttur og var ég í langan tíma að átta mig á því að tónleikarnir væru búnir...Ingvar og Óli þurftu nánast að draga mig út. Ég er strax farin að hlakka til Placebo tónleikanna...það er band sem mig langar virkilega til að sjá á tónleikum. Ég var svo sniðug um daginn að kaupa DVD disk með Placebo á tónleikum í afmælisgjöf handa Helga Rúnari...kanski af því að mig langaði svo í hann sjálf...er að fara að horfa á hann á eftir.
Einsi kemur heim eftir 2 vikur og þið getið ekki trúað því hvað mig hlakkar til að hitta hann aftur :)
Ég og Jói kokkur stóðum spennt við útvarpið í allan dag að bíða eftir að Ólafur Ragnar héldi blaðamanna fundinn...loksins hélt hann þessa leiðinlegu ræðu sem ég er búin að heyra Ca 8 sinnum síðan. Ég var reyndar mjög sátt við að hann skyldi taka þá ákvörðun að skrifa ekki undir.
....ætlar ekki einhver að koma á sjómannaballið á laugardaginn ?????