Jæja það er nokkuð ljóst að ég verð að reyna að skrifa nokkrar línur....hef ekkert heyrt frá Rósu aftur, því miður...en það er að minnsta kosti orðið svo langt síðan að ég bloggaði síðast að ég átti í miklum erfiðleikum með að muna lykilorðið inn á síðuna mína. Það er mest lítið búið að gerast í city-inu, en ég kíkti á Pixies tónleikana í síðustu viku....þeir voru hrikalega góðir en mér fannst samt endirinn frekar snubbóttur og var ég í langan tíma að átta mig á því að tónleikarnir væru búnir...Ingvar og Óli þurftu nánast að draga mig út. Ég er strax farin að hlakka til Placebo tónleikanna...það er band sem mig langar virkilega til að sjá á tónleikum. Ég var svo sniðug um daginn að kaupa DVD disk með Placebo á tónleikum í afmælisgjöf handa Helga Rúnari...kanski af því að mig langaði svo í hann sjálf...er að fara að horfa á hann á eftir.
Einsi kemur heim eftir 2 vikur og þið getið ekki trúað því hvað mig hlakkar til að hitta hann aftur :)
Ég og Jói kokkur stóðum spennt við útvarpið í allan dag að bíða eftir að Ólafur Ragnar héldi blaðamanna fundinn...loksins hélt hann þessa leiðinlegu ræðu sem ég er búin að heyra Ca 8 sinnum síðan. Ég var reyndar mjög sátt við að hann skyldi taka þá ákvörðun að skrifa ekki undir.
....ætlar ekki einhver að koma á sjómannaballið á laugardaginn ?????
7 Comments:
Bleika stelpan
Auðvitað förum við á ball
Karó
loksins, loksins...það er annars Ég hlakka til en ekki mig hlakkar til :)
hahaha...ég segi bara mig ef mig langar til !!!! ....ertu kanski að læra íslensku ???
óli frændi
Jaeja Ingunn mín gaman ad heyra loksins í tér, ég var ad verda gráblár af tví ad bída, en hvad sagdi hann óli í raedunni
kvedja óli á spáni
Bella
En hefurðu nokkuð rekist á blaðið "Heima er best" í höfninni?
Bella
Hvað var það sem hlakkaði þig?
Ingunn
það hlakkaði mig að Einsi er að koma heim ...nei annars er ég ekkert búin að sjá "heima er best" enda eru gömlu hjónin bara búin að vera í bústaðinum
Post a Comment
<< Home