Ég veit að ég er ekki alveg að standa mig í þessu bloggi...en er það ekki bara jákvætt...hef þá greinilega nóg að gera ! Helgin var erfið...mikil vinna og fínt að gera...en það sem toppaði hana var að ég fékk að þjóna 7 manneskjum frá Taiwan á laugardagskvöldið. Ég var búin að bíða spennt eftir þeim alla vikuna því mig hlakkaði svo til að fá loksins tækifæri til að sanna kínverskuna mína. Kvöldið var frábært og ég fékk að spjalla á kínversku allan tímann á meðan þeir tóku myndir og gáfu mér nafnspjöld sem er afar mikilvægt í Taiwan.
Ég var frekar úldin í gær eftir helgin svo ég ákvað að skella mér í göngutúr með Dagnýju frænku, við kíktum í hellirinn sem er í þrenslunum og enduðum svo upp á fjalli...fyrir ofan Votaberg ! Ég var gjörsamlega búin í lærunum eftir þetta...en það ætti bara að vera jákvætt.
það sem gerðist eftir göngutúrinn var þetta :
Fórum á selfoss að sækja Helga Rúnar
Fórum í Pizzu veislu hjá Óla á Hrauni...góð pizza hjá honum..takk fyrir mig !
Fórum til Ömmu og Afa...sem voru hress...leituðum af gleraugunum og pípunni eins og svo oft áður ;)
Fór snemma að sofa...en vaknaði fljótt aftur því Helgi Rúnar hraut svo hátt !
Fórum í bæinn til tannsa sem var hress...en ég ekki svo hress á eftir.
Fórum á Subway...gat ekki borðað subwayinn...allt tannsa að kenna.
Fórum að prófa magnara í tónastöðinni...fékk að prófa píanóið...lét mig dreyma...
Fór að skoða íbúðina mína...sem enginn býr í núna !
Fór með Helga í tónlistarskólann...
Fór til Sæunnar sem var lasin heima.
Fórum aftur á Selfoss.
Fórum til ömmu og afa hans Helga á Selfossi...fengum malt, kleinur og prins póló.
Fór heim....
Farin að sofa.
...ég mæli með Franz Ferdinand í dag !
0 Comments:
Post a Comment
<< Home