Talandi um þessa sviðalykt og fjósalykt í commentunum mínum þá held ég að ég verði bara aðeins að létta af mér ! Ég var sem sagt í vinnunni á laugardaginn og ég brenndi nánast GAT á vinnu buxurnar mínar...ég ætlaði að vera svo sniðug að ná kertavaxi úr þeim sem endaði bara með því að þær sviðnuðu....og hvernig í ÓSKÖPUNUM átti ég að vita að það gæti gerst ! Ég sem strauja aldrei..tel það vera karlmannsverk...og hana nú...vill ekki heyra á þetta minnst meir !
Annars gerðist mest lítið hjá mér um páskana...ég borðaði ekki einu sinni páska egg ! Bara venjuleg egg...og það er sko nóg til af þeim á þessum bæ skal ég segja ykkur ! Jú reyndar náði ég að ljúga í einn kokkinn að við værum með hænsnabú í bakgarðinum og ég væri alltaf að tína egg og þrífa þau í fríunum mínum...já svona er nú gaman að lifa stundum, ef það gerist ekkert skemmtilegt hjá manni verður maður bara að bjarga sér !!!
Svo kíkti ég á ömmu og Afa...afi er alltaf á fullu að skrifa á nýju hraðvirku tölvuna sína. Það er ótrúlegt að 92 ára gamall maður geti lært á tölvu ! Ég er svo sannarlega stolt af honum !
Vigdís systir bauð mér í mat á páskadag og svo settum við pabbi geislaspilarann í bílinn minn sem Óli stórvinur minn lánaði mér !!!.....takk,takk,takk fyrir það óli. Svo fyrst ég var komin með svona fínan geislaspilara varð ég eiginlega að kaupa mér einn geisladisk í viðbót....Ég ákvað fyrst ég ætti "ALLA" Placebo diskana yrði ég nú að eignast B hliðar diskinn líka ! ....eða þann sem þeir taka meðal annars Bigmouth strikes again með The Smiths sem er rosa flott og Daddy Cool með Boney M....sem er bara fyndið !!!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home