Aunty Bing Dao

Wednesday, March 24, 2004

Jæja þá er Ingunn komin til Islands. Ég lagði af stað laugardaginn 13. mars, fór fyrst til Bankok og svo til Kaupmannahafnar. Þaðan tók ég svo lest til Álaborgar þar sem ég eyddi næstu 5 dögum hjá Magga, Línu og Hönnu kátu.Að sjálfsögðu voru stórsteikur á hverju kvöldi með rauðvíni og alles og á daginn náðum við Karó að versla heilmikið af fötum :) ( ótrúlega gaman )
Að sjálfsögðu fékk ég líka frábærar móttökur þegar ég kom til Islands. Olav Veigar vinur minn bauð mér með sér á tónleika með damien rice ...frábærir tónleikar...takk, takk Óli fyrir það. Við vorum samt sérstaklega róleg eftir tóleikana og var ég komin snemma heim enda þurfti ég að vera hress fyrir matarboðið hjá Dísu löggu ! Sæunn var svo yndisleg ad lána mér bílinn sinn á laugardaginn þannig að ég og Óli fórum á rúntinn og versluðum aðeins meira, kíktum svo á Heiðu og Sigga sem tóku á móti okkur með ostum og bjór. Matarboðið hjá Dísu heppnaðist mjög vel og vil ég endilega mynnast á hvað kartöflusalatið var gott !!!....ég vona svo að Guðlín sendi mér myndirnar sem teknar voru um kvöldið...það væri gaman að fá þær til að fylla upp í rifurnar. Við Sæunn vorum síðan soldið mis hressar á sunnudaginn ég var líka ekki alveg að ná þessum skrítnu sms-um sem ákveðnir piltar voru alltaf að senda mér ( fyrsti stafurinn Oli, Ingvar og Gísli ) hummmmmm..... en hvað um það...þetta var frábær helgi :) og ljóskan kom úr dvala !!

Í gær tók ég fyrstu vaktina mína á Hafinu bláa, það var rosalega gaman. Ég held bara að það verði bara mjög gaman að vinna þar. Ég skora á ykkur sem ekki eru búin að koma þangað að endilega kíkja....mjög girnilegur matur !!! ( strax farin að auglýsa ) Já og svo í dag fór Ingunn og keypti sér bíl :) og er bara hamingjusöm með það !! Það á reyndar enn eftir að skýra hann og var ég að spá í að veita verðlaun fyrir bezta nafnið!
Ég kíkti við á Oddný bumbu í dag....ekkert smá flott kúla og ég fann að eggjastokkarnir fóru aðeins að hreifast hjá mér...en sem betur fer er kallinn enn í Taiwan ( sakna hans samt hrikalega ) því að ég lenti svo í barnapössun í kvöld og ég held svei mér þá að ég geti alveg beðið aðeins lengur, litli frændi var bara HRESS, en hann er samt algjör snyllingur eins og systur hans Íris Adda og Sigrún Erla

0 Comments:

Post a Comment

<< Home