Ég hef verið að fá kvartanir yfir því að ég bloggi ekki nógu mikið....alltaf gaman að heyra að fólk nenni að lesa ruglið sem kemur frá manni !!!
En hvað um það..ég var að vinna alla helgina og skemmti ég mér alveg konunglega :) langt síðan að ég hef haft svona gaman af því að vinna :)....að sjálfsögðu á samstarfsfólk mitt mikinn þátt í ánægju minni....algjörir snillingar !! Ég, Elsa Gunn og Elli kokkur kíktum í pakkhúsið eftir vinnu á laugardagskvöldið...það var frábært...sumir voru þó hressari en aðrir og aðrir voru fúlari en sumir :) en við nefnum engin nöfn hér ;)
Í morgun skellti ég mér upp í íþróttahús að skokka með körfubolta strákunum...líklegast kanar, sem betur fer tók ég með mér geislaspilarann því þeir voru með einhverja ömurlega rapp tónlist í botni sem Ingunn var ekki alveg að fíla...ég skora á Elsu að fara að koma með mér á morgnanna...ekki gaman að vera svona ein innan um þessa gaura...maður verður bara skelkaður þeir er svo stórir! Svo í kvöld fór ég með Möggu, Þórhildi og Sæunni á körfubolta leik í Grindavík, Fannar var að keppa og stóð sig eins og hetja...Keflavík vann leikinn svo þeir eru komnir í úrslit. Við enduðum svo kvöldið með Pizzu hjá Möggu og Fannari í nýju íbúðinni. Já og ekki má gleyma að ég kíkti á kaffihús með Soffíu Bærings vinkonu minni í dag...alltaf gaman að hitta soffíu...hún er algjör snillingur :)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home