Aunty Bing Dao

Friday, March 26, 2004

Þorlákshöfn rokkar !
Það er ótrúlegt hvað ég er róleg hér, í gær gerði ég heiðarlega tilraun til að fara út að skokka en eftir 30 mínútur gafst ég upp...það er aðeins þægilegra að skokka utandyra í Taiwan. Ég ákvað samt að láta ekki rok og rigningu hafa áhrif á mig heldur fór í morgun upp í íþróttahús og keypti mér MORGUNKORT í tækjasalnum. Að sjálfsögðu hafði ekkert breyst þar...Raggi kennari og Erna Marlen voru enn á sínum stað.
Fíni bíllinn minn vildi ekki fara í gang í gær...ég var ekkert rosalega kát með það en svo þegar það átti að fara að gefa mér start þá rauk hann í gang...greinilega ekki sama hver er !!! Í gær ætlaði ég að tékka hvað ég ætti mikla inneign inni á símanum mínum...átti að eiga um 200 kr en þá kom í ljós að inneignin var um 4500 kr !!!! Hef ekki hugmynd hvað hefur gerst ! Ég ákvað þess vegna að nota tækifærið og hringja til Taiwans og spjalla við Einsa sæta hann var bara hress, ný búinn að kaupa sér vespu. Hann sagði að húsvörðurinn í byggingunni þar sem hann býr núna, borðar ekkert nema núðlur því hann heldur að typpið á sér stækki svo mikið við það !!!
Ég tók aðra vakt á Hafinu Bláa í gær, það var rosa fjör, 50 manna hópur frá Hrunamannahrepp, allir hressir og kátir. Mér líst vel á þetta...staffið hresst og engin reykingar fíla af mér þegar ég kem heim :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home