Aunty Bing Dao

Tuesday, April 27, 2004

Í dag á stóri bróðir minn sem býr í Noregi afmæli...ég veit nú ekki hvort ég megi segja hvað hann er orðinn gamall, en hann er allavegana orðinn hund gamall !!!...Til hamingju Sveinn.
Ég var þvílíkt dugleg eftir vinnu í dag...ég skellti mér í fjörulabb með Viggu og Dagný...við löbbuðum nokkra kílómetra í áttina að hafinu bláa Gísli kom svo og náði í okkur og við fórum aðeins á rúntinn. Ég var orðin svo hress eftir þennan göngutúr svo að ég dró Þóru Birnu og Dagný með mér á línuskauta á planinu fyrir utan hafið bláa. Ég hef aldrei verið góð á línuskautum en ég sagði stelpunum áður en við byrjuðum að í lok sumarsins ætlaði ég að skauta niður brekkuna hjá hafinu....en hvað haldiði...áður en ég vissi af var ég búin að fara ca 7 ferðir niður...kanski fer ég þá bara niður Kambana í lok sumars....eða ekki !!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home