Aunty Bing Dao

Thursday, May 13, 2004

Ég fékk frábært símtal áðan. Það var frá Rósu Ingólfsdóttur, hún var að reyna að selja mér blaðið Heima er best. Hún sagði að þetta væri alveg yndislegt blað, maður verður bara betri manneskja með því að vera nálægt því. Mér fannst það frekar fyndið og gjörsamlega sprakk úr hlátri í símanum. Hún ætlar svo að hringja aftur þegar mamma og pabbi koma heim og mér þætti gaman að fá að hlusta á það símtal ;) sérstaklega ef Mr weekend svarar :) Hann á það til að láta sölumenn gabba sig og hvaða karlmaður getur staðist sölumann eins og Rósu Ingólfs...hahahah. Annars er ég í miðri Woody Allen mynd...Hollywood ending....varð bara að taka mér pásu til að segja ykkur frá þessu símtali...en myndin lofar góðu.

11 Comments:

At 8:42 AM, Anonymous Anonymous said...

Karó
Já,hver stenst ekki Rósu Ingólfs? Ekki myndi ég hika við að versla þetta blað;)

 
At 8:42 AM, Anonymous Anonymous said...

Bella
Mr. Weekend! Er það Verslunarmanna"Helginn"!?

 
At 8:43 AM, Anonymous Anonymous said...

Ingunn
Akkúrat verslunarmanna "Helginn" 02.08.34

 
At 8:43 AM, Anonymous Anonymous said...

o.veigar
rósa... bara frábær kona... viss um að mr. weekend stenst hana ekki í sölumennskunni

 
At 8:44 AM, Anonymous Anonymous said...

Liz
ni hao!!! where's your photo page? i think i want to start my own now.

 
At 8:45 AM, Anonymous Anonymous said...

Ingunn
Ni hao...it´s the first link " skoða myndir " ...... www.picturetrail.com

 
At 8:45 AM, Anonymous Anonymous said...

óli
Ég er ekki farinn ad sjá neitt á blogginnu tínu nýrra en 13 maí

 
At 8:46 AM, Anonymous Anonymous said...

Ingunn
hvaða hvaða hvaða !!!!!!! Ég er bara að mótmæla !

 
At 8:46 AM, Anonymous Anonymous said...

Karó
Hvers konar mótmæli eru það eiginlega? Eitthvað sérstakt sem er að angra þig?

 
At 8:47 AM, Anonymous Anonymous said...

Una
Ertu enn að tala við Rósu væna...

 
At 8:47 AM, Anonymous Anonymous said...

Ingunn
...ég verð líklegast að blogga e-ð

 

Post a Comment

<< Home