Aunty Bing Dao

Sunday, February 27, 2005

Ætli þetta sé ekki bara það helsta sem er að frétta héðan frá Taichung núna.

Wednesday, February 23, 2005

Jæja þá er ég búin að koma mér vel fyrir í nýja herberginu mínu ég náði að þrífa og svo komu krakkarnir að hjálpa mér að flytja allt á fimmtudaginn. Derrik var sendur út að þrífa gluggana á meðan við stelpurnar slöppuðum af. Öryggis verðirnir eru mjög fyndnir hérna einn þeirra er búinn að hafa svo miklar áhyggjur af mér því að ég er búin að vera svo kvefuð, um daginn kom hann með 2 glös af heitu vatni og skipaði mér að drekka þau bæði.

Á föstudaginn byrjaði svo að rigna og það er bara búið að rigna síðan þá. Ég skrapp á netkaffi og þegar ég kem út var hjálmurinn minn fullur af vatni....það var bara stór pollur. Ég varð bara að gjöra svo vel að fara heim og þurrka hann með nýju hárþurrkunni minni.

Þrátt fyrir leiðindar veður um helgina skelltum við Amanda okkur niður í bæ á laugardagskvöldið til að hitta Antony og Grant. Þeir fengu auðvitað gjöf frá Íslandi...Brennivín ...sem þeir voru alsælir með...þeim fanst það bara mjög gott og voru ekki lengi að klára úr flöskunum !

Skólinn byrjaði á mánudaginn. Ég er í bekk með tveimur japönskum stelpum sem virðast yndælar en ég held að þetta verði frekar alvarlegir tímar. Ekki hlegið og gert grín af kennaranum eins og fyrir áramót þegar ég var með Amöndu og Chris í bekk.

En svona að lokum...þá eru komin ný myndaalbúm...þar er meðal annars að finna myndir úr Koníaksstofunni hans Júlla...frá Noregi og Kína...og svo nýjustu myndirnar frá Taiwan.

Var ekki einhver umræða í gangi um daginn að Tazmaníudjöfullinn væri að deyja út...get ekki betur séð en að hann sé enn í fullu fjöri :) ...love you Mr Taz

Wednesday, February 16, 2005

Back to the civilization!!!!

Ta er eg loksins komin til Taiwans aftur. GuangZhou var rosaleg ...allt odruvisi en Taiwan, eg hefdi haldid ad tetta vaeri svona svipad en tad er ekki haegt ad segja tad. Eg passadi mig ad halda fast i Einar allan timann sem vid vorum uti. Tad voru betlarar og utigangsfolk ut um allt og mer fannst eg hvergi ver orugg. Tad var gerd "heidarleg" tilraun til ad raena af Einsa...skorinn stor skurdur a jakkavasann hans, en teir nadu ekki ad stela neinu. Mer fanst alltaf Taichung ( borgin min ) vera hrikalega mengud en hun er tad "alls ekki" midad vid GuangZhou. Eg atti samt frabaeran tima tarna med Einsa og eg a potttett eftir ad kikja aftur yfir a tessari onn. Einar var ny fluttur i glae nyja ibud sem er a tveimur haedum og mjog flott. Eg keypti mer alveg helling af drasli eins og t.d 3 seriur af tattunum 24 ...slatta af DVD myndum...DVD diska med tonleikum U2, Travis og The Doors...Puma sko og Adidas jakka...harturrku 2 ur, t0sku, geisladiska med Sonic Youth og Smashing Pumkins...tetta allt saman kostadi svona ca 4500 kr isl samtals !!! Tetta er tad sem eg se vid Asiu...haegt ad kaupa helling af drasli en samt serst varla a buddunni !!!

En allavegana...eg lenti seinnipartinn i dag...tok bus til Taichung og var komin a hotelid um 20.30 ...Amanda, Vero og Derrik kiktu yfir ...medal annars med Vespuna mina sem var ny bonud og fin...Amanda var svo yndisleg ad tvo hana fyrir mig. Tad var frabaert ad hitta krakkana aftur. Eg og Amanda kiktum svo upp i Dong Bie...sem er haskola hverfid. Tar fundum vid herbergi til leigu i byggingunni sem Einar bjo i eftir ad eg for fra Taiwan i fyrra. Eg var tokkalega satt vid tad tvi ad tetta er alveg ny bygging. Herbergid er med isskap, sjonvarpi, loftkaelingu, sima og interneti og svo er likamsraekt frammi a gangi. Fyrir tetta tarf eg ad borga 11.500 isl kr a manudi...i stadin fyrir 22.000 kr a manudi a hotelinu. Eg er tvi alsael med lifid nuna...stor dagur framundan a morgun...tarf ad flytja, innrita mig i skolann og margt fleirra
...Goda nott elskurnar minar :)

Monday, February 07, 2005

Jæja þá á ég bara eina nótt eftir í Noregi og svo fer ég aftur til London á morgun og lendi síðan loksins í Hong Kong á þriðjudagskvöld. Þaðan tek ég síðan rútu til GuangZhou í Kína þar sem ég ætla að vera hjá honum Einsa mínum í eina viku.

Dvölin í Noregi er búin að vera voðalega notarleg. Í gær fórum við í göngutúr um miðbæ Sandnes og Stavanger og elduðum síðan góðan mat um kvöldið. Ég er orðin meistari í að byggja Lego kastala og er farin að þekkja söguþráðinn í Emil í Kattholti ansi vel. Íris Adda er búin að vera mín einka vekjaraklukka á morgnanna sem er fínt því ekki veitir af að byrja að snúa sólarhringnum við.

Í dag ( sunnudag ) er bolludagur í Noregi, Bella skellti því bollum í ofninn og Amma kom í kaffi. Ég get ekki sagt að ég fari vannærð frá Noregi því ég er varla búin að gera neitt annað en að borða síðan að ég kom.
Sótarinn kemur á morgun að hreinsa strompinn...ég vona að ég sjái hann áður en ég fer. Bella sagði að hann væri svartur í framan með ljóst hár og blá augu...alveg eins og í ævintýrunum ! Ég hef allavegana aldrei séð alvöru sótara á ævinni.

Áður en ég lagði af stað frá Íslandi bilaði tölvan mín...inni á henni var meðal annars öll tónlistin mín rúm 10GB. Ég var nú ekkert að stressa mig sérstaklega yfir því fyrst að ég á þennan fína i-pot sem hélt líka utan um öll lögin mín. En svo í gær fórum við Sveinn eitthvað að fikta með i-pottinn sem endaði líka bara með því að öll lögin þurrkuðust út af honum !!! AAArrrrrrrrg...þannig að ég fæ ekki tónlistina mína aftur fyrr en að tölvan er komin í lag sem verður í fyrstalagi eftir 2 vikur. Sem betur fer tók ég með mér Mugison diskinn og svo keypti ég mér Elliott Smith disk í gær

Þar sem að ekki er vinsælt að fólk sé að blogga í Kína þá á ég líklegast ekki eftir að blogga neitt fyrr en að ég kem aftur til Taiwan.

Friday, February 04, 2005

Þá er ég komin til Sandnes til Sveins og Bellu. Það var vel tekið á móti mér og harðfisknum og eru þau öll eins og fyrir um ári síðan nema Íris Adda sem er orðin rosa stór og bablar og bablar á sinni eigin mállýsku.


Wednesday, February 02, 2005

...London Baby here I come

Bless elskurnar mínar ;)