Aunty Bing Dao

Sunday, January 30, 2005

Það gerist nú ekki á hverjum degi að manni sé neitað um að borga reikningana sína í bankanum....en jú allt getur gerst að það gerðist fyrir mig í gær.
En eftir þetta áfall tölti ég úr bankanum yfir á bókasafn Þorlákshafnar, þar sem alltaf er tekið vel á móti manni með breiðu brosi. Þar fann ég myndina "Good Bye Lenin" sem er algjör snilldar mynd...ég mæli hiklaust með henni, skammast mín fyrir að hafa ekki séð hana fyrr !

Friday, January 28, 2005

Jæja þá er dvöl mín hér á Íslandi senn að ljúka...og við tekur, London, Noregur, Hong Kong, Kína og svo loksins Taiwan ( Taichung ) . Ég er mest lítið búin að gera síðustu vikur annað en að láta mér "leiðast" og bíða eftir því að komast aftur út. Ég er reyndar búin að eiga fínar stundir með vinunum...skrapp til dæmis í bíó með Ingvari og Óla að sjá þessa stórkostlegu mynd...sjaldan sem ég hef hlegið eins mikið...og ótrúlegt að eins leiðinlegt fólk og frakkar geti gert svona hressa mynd. Síðan fórum við Sæunn í mat til Karó í gær...snilldar kokkur og bruggari hún Karó.
Svo uppgötvaði ég það áðan að ég er líklegast ekki lengur með Alzheimer light, heldur er það líklega orðið miklu verra hjá mér. Þegar ég kom til Þorlákshafnar og ætlaði að fara að tæma bílinn hjá mér fattaði ég það að ég gleymdi öllu draslinu mínu í Reykjavík...töskunni með fötunum mínum og öllu...er því bara pirruð núna og býð góða nótt.

Friday, January 07, 2005

Þá er maður bara búinn að vera í kuldanu í næstum því 3 vikur og aðrar 3 vikur eftir. Ég er ekkert svo viss um að ég eigi eftir að þrauka það...mér er alltaf kalt, skórnir mínir eru ónýtir eftir slabbið og seltuna og ég á erfitt með að vakna fyrr en eftir hádegi því það er alltaf svo dymmt fyrir hádegi. Ég veit að þetta er bölvað væl í mér...en þetta er bara satt. Ég er samt búin að eiga góðar stundir með vinum og fjölskyldu og ekki var verra að fá kallinn sinn óvænt heim frá Kína.