Aunty Bing Dao

Tuesday, April 27, 2004

...djöfull er pirrandi þegar sama færslan kemur inn tvisvar og þegar allt sem maður er búinn að skrifa hverfur bara áður en maður getur publish-að það....einhver sammála ??

Í dag á stóri bróðir minn sem býr í Noregi afmæli...ég veit nú ekki hvort ég megi segja hvað hann er orðinn gamall, en hann er allavegana orðinn hund gamall !!!...Til hamingju Sveinn.
Ég var þvílíkt dugleg eftir vinnu í dag...ég skellti mér í fjörulabb með Viggu og Dagný...við löbbuðum nokkra kílómetra í áttina að hafinu bláa Gísli kom svo og náði í okkur og við fórum aðeins á rúntinn. Ég var orðin svo hress eftir þennan göngutúr svo að ég dró Þóru Birnu og Dagný með mér á línuskauta á planinu fyrir utan hafið bláa. Ég hef aldrei verið góð á línuskautum en ég sagði stelpunum áður en við byrjuðum að í lok sumarsins ætlaði ég að skauta niður brekkuna hjá hafinu....en hvað haldiði...áður en ég vissi af var ég búin að fara ca 7 ferðir niður...kanski fer ég þá bara niður Kambana í lok sumars....eða ekki !!!

Friday, April 23, 2004

humm

Ég var að koma af skemmtilegustu tónleikum sem ég hef farið á...The Violent femmes eru sko sannir snillingar...ef ég fæ annað tækifæri til að sjá þá mun ég ekki hika við að skella mér aftur. Þeir kíktu reyndar á Hafið bláa á þriðjudaginn og fékk ég að þjóna þeim...það var frábært...þeir eru bara snillingar ! Ég nýtti auðvitað tækifærið og fékk eina mynd með þeim Gordon Gano og Victor DeLorenzo konan hans Gordons er þarna fyrir aftan....og hver man ekki eftir laginu Black Girls.....I dig the black girls, oh so much more than the white girls.
I was so pleased to learn they were faster.
C'est, c'est, c'est vous I'm after.

En hvað um það ...mér var svo boðið á tónleikana sama kvöld þar sem Brian Ritchie bassaleikarinn var að spila á Japanska flautu og stein ásamt nokkrum íslenskum tónlistarmönnum....það var sannkölluð snilld ! Skál fyrir The Violent femmes ;)

Thursday, April 15, 2004

Talandi um þessa sviðalykt og fjósalykt í commentunum mínum þá held ég að ég verði bara aðeins að létta af mér ! Ég var sem sagt í vinnunni á laugardaginn og ég brenndi nánast GAT á vinnu buxurnar mínar...ég ætlaði að vera svo sniðug að ná kertavaxi úr þeim sem endaði bara með því að þær sviðnuðu....og hvernig í ÓSKÖPUNUM átti ég að vita að það gæti gerst ! Ég sem strauja aldrei..tel það vera karlmannsverk...og hana nú...vill ekki heyra á þetta minnst meir !

Annars gerðist mest lítið hjá mér um páskana...ég borðaði ekki einu sinni páska egg ! Bara venjuleg egg...og það er sko nóg til af þeim á þessum bæ skal ég segja ykkur ! Jú reyndar náði ég að ljúga í einn kokkinn að við værum með hænsnabú í bakgarðinum og ég væri alltaf að tína egg og þrífa þau í fríunum mínum...já svona er nú gaman að lifa stundum, ef það gerist ekkert skemmtilegt hjá manni verður maður bara að bjarga sér !!!
Svo kíkti ég á ömmu og Afa...afi er alltaf á fullu að skrifa á nýju hraðvirku tölvuna sína. Það er ótrúlegt að 92 ára gamall maður geti lært á tölvu ! Ég er svo sannarlega stolt af honum !
Vigdís systir bauð mér í mat á páskadag og svo settum við pabbi geislaspilarann í bílinn minn sem Óli stórvinur minn lánaði mér !!!.....takk,takk,takk fyrir það óli. Svo fyrst ég var komin með svona fínan geislaspilara varð ég eiginlega að kaupa mér einn geisladisk í viðbót....Ég ákvað fyrst ég ætti "ALLA" Placebo diskana yrði ég nú að eignast B hliðar diskinn líka ! ....eða þann sem þeir taka meðal annars Bigmouth strikes again með The Smiths sem er rosa flott og Daddy Cool með Boney M....sem er bara fyndið !!!

Wednesday, April 07, 2004

Það merkilegasta sem búið er að gerast í mínu lífi síðustu daga er að ég bónaði fína nýja bílinn minn í gær og setti hann á sumardekkin !!! Einnig er ég komin með STÚKU miða á Placebo tónleikana. Helgi Rúnar var svo mikill snillingur að redda mér og nokkrum öðrum útvöldum vinum mínum síðustu miðana. Djöfull hlakkar mig til að fara á þessa blessuðu tónleika...reyndar lika Violent femmes og Pixies tónleikana.

Það var líf og fjör eins og venjulega í vinnunni um helgina..en það var ekkert jammað eftir á, reyndar var aðal byttan ekki á vakt þannig að við nýttum tækifærið og fórum beint heim eftir vaktina. Ég veit nú ekki hvort páska helgin verði eins róleg...jammarinn er víst kall laus og þá er nú gott tækifæri til að halda ærlegt partý....hann þarf ekkert að frétta af því ! Annars er ég víst búin að lofa mér sem bílstóra aðra leiðina á Selfoss á morgun...e-ð páska ball...guð hjálpi mér...Elsa og Elli saman í bíl...það verður e-ð skondið...vil engin slagsmál TAKK...þið getið svo bara tekið leigubíl heim...segi ekki meir !

Ég kíkti í bæinn með Tótu og Kötu í dag...við fórum í svona vín leiðangur...sem sagt það er verið að endurbæta vínseðilinn fyrir sumarið og við kíktum í umboðin og fengum ýmsar skemmtilegar prufur...það verður gaman þegar við förum að smakka :)
Ótrúlegt en satt en í kvöld kíkti ég svo á afmælistónleika hjá Lúðrasveitinni...það var hressandi !! Ég og Davíð vorum sammála um að það væri gaman að vera í þessum félagsskap aftur en vorum ekki alveg viss um að við myndum meika eina æfingu :).....en það var að sjálfsögu gaman að hitta gamla félaga aftur...eins og Njörð, Jóa Dodda ofl.

Ég er ekkert búin að heyra frá kallinum mínum frá því á sunnudaginn...ég veit nú ekki hvernig ég á að túlka það...hummmmm !!!