Aunty Bing Dao

Monday, April 02, 2007

Cash Recycling Machine=Hraðbanki

Það er víst stress hér í Shang Hai líka þótt ég sé ekkert svo stressuð enn. Samt sem áður þarf ég að læra óhemju mikið um páskana og ætla ég nú að reyna að líma mig við bækurnar næstu 2 daga því Einar þarf að vinna í dag og á morgun og svo þarf hann að skreppa í dags ferð til Peking á miðvikudaginn.
En ferðin gekk annars vel, hef tekið lengra flug en þetta svo ég var frekar fljót að ná mér eftir flugið. Shang Hai er bara ágætis borg, það sem ég hef séð af henni að minnsta kosti...sem er ekki mikið. Plan dagsins er að fara út með kortið og lonely planet bókina mína, villast og vona að ég komist aftur heim. Nú ef það tekst ekki verð ég bara að hringja í Einsa eða taka leigara og vona að hann skili mér á réttan stað.

Íbúðin er mjög fín, 2 svefnherbergi, 2 baðherbergi, stofa, eldhús og kona sem kemur 3x í viku og þvær þvott og þrífur. Adam vinur okkar frá Bandaríkjunum kíkti í heimsókn í gær, hann var í Taiwan allan tíman sem ég var þar. Það var frekar heimilislegt að hitta hann aftur, einskonar Taiwan fílingur.
Jæja nú krossleggjum við fingur og vonum að Ingunn skili sér aftur heim fyrir kvöldið.

2 Comments:

At 6:42 PM, Anonymous Anonymous said...

Þessi vél er ábyggilega stórsniðug í peningaþvott oþh. Ábyggilega einhver bissness í þessu!
kv,
ov

 
At 6:03 AM, Blogger Ingunn said...

nákvæmlega...spurning hvort hægt væri að flytja nokkrar til íslands

 

Post a Comment

<< Home