Aunty Bing Dao

Monday, December 18, 2006

Jæja þá er ég loksins búin í prófunum og náði öllu, svo er ég búin að baka eina sort af smákökum, flatkökur og laufabrauð...dugnaður í stelpunni ! En svo er allt hitt eftir...að skrifa jólakort og versla jólagjafir. Auðvitað er maður alltaf of seinn með allt og var ég að uppgötva að ég þarf að senda gjafir úr landi...þannig að ef einhver fær pakka á milli jóla og nýárs frá mér þá vona ég að mér verði fyrirgefið :) Annars er þetta fyrsti jólaundirbúningurinn sem ég tek þátt í, í 4 ár...hef alltaf verið á flækingi í öðrum löndum og rétt náð í jólasteikina.
Svo er Einar bara fluttur frá mér aftur eftir tæpar 3 vikur, alfarinn til Kína. Hann náði reyndar að semja um að hann fengi flug heim í hverjum mánuði þar til að ég flyt út í sumar, þannig að ég get víst ekki kvartað mikið.

1 Comments:

At 11:04 PM, Blogger Bella said...

Mikið eru þeir almennilegir hjá Össuri að senda Einar til þín í hverjum mánuði!
Börnin fengu sendinguna frá þér tímanlega fyrir jólin svo það er ekkert að afsaka...bara þakka fyrir sig :) TAKK FYRIR OKKUR! og gleðileg jól!

 

Post a Comment

<< Home