Aunty Bing Dao

Monday, March 06, 2006

Erfiður sunnudagur í vinnunni og svo sannarlega búin á því...engin klósettferð í 12 tíma, enginn matur í 12 tíma, engin pása í 12 tíma...en ég fékk samt að heyra það frá manneskju sem veit að hún er fræg og heldur að það þýði að hún megi hella sér yfir næstu saklaustu manneskju...bara af því að hún er fræg og ekki í góðu skapi...líklegast þunn...sat líklegast á Næstabar til klukkan 6.30 í morgun ! Íslendingar eru yndislegir...eiga það til að vera snobbaðir...en fatta það ekki að þegar maður er kominn í Ölfusið þá er ekki cool að vera snobbaður. 101 Reykjavík-Ölfus...ekki það sama !!!
Annars er ég alveg að fíla mig hérna í sveitinni...búin að vera í 3 nætur og er alveg salla róleg . Það er ansi gott að komast í burtu frá Reykjavík, lífið er eitthvað svo einfalt hérna. Nú þarf ég bara að selja Einsa hugmyndina um að sveitin sé málið :) ...veit samt ekki alveg hvort það takist.

Annars dreymdi mig Tævan í nótt, ég held bara svei mér þá að ég sakni Tævans pínulítið...það er eitthvað svo skrítið að vera bara allt í einu heima. Kanski sakna ég bara krakkanna og Pig Pen og La bodeka og keilu á miðvikudögum og chao fan ( steikt hrísgrjón ) og að fólk horfi ALLTAF á mig og að krakkarnir öskri á eftir mér "wai guo ren" ( útlendingur ) og skordýranna í herberginu mínu og að Soffía vekji mig á hverjum morgni og setningunni " Það þýðir ekki að gráta soðinn hest " ...mikið notuð og æji fáum okkur bara hvítvín og að þeysast um á vespunni minni...upp og niður Taichung gang lu og feita ljóta öryggisverðinum sem var alltaf að reyna við okkur Soffíu og 7/11 búðunum og lyktinni af chou dou fu og húsreglunni: það á alltaf að vera til nóg áfengi í ísskápnum..svona ef einhver kæmi í heimsókn og að einhver geti hlegið að vandamálum mínum og setningunni hvað eigum við að borða og að vera óákveðin og pissa í gat og auglýsingabílanna sem vekja mann eldsnemma og að sjá kínverja kúka á vörubílspallinn sinn og skilaboðanna frá Wyn og skilta eins og þessu og tímanna í kínverskum forn bókmenntum og ljóðum ...hummm....eða kanski sakna ég bara Soffíu minnar...hver veit ! Kanski langar mig bara í smá fréttabréf frá Tævan...allar kjaftasögurnar ;)

1 Comments:

At 12:19 PM, Anonymous Anonymous said...

hehe... tad er skitodyrt ad redda tessu, vid munum bida eftir ter med steikt hrisgrjon i annarri, hvitvin i hinni og klosettpappir i teirri tridju. Lan laoshi saknar tin og spyr mikid um tig. Wyn a t.d von a barni og er ad fara gifta sig og mer/okkur er bodid i oktober ef vid verdum her.
Svo... eg sendi bref um restina :)
Sakna tin Lynja

 

Post a Comment

<< Home