Mánudagar
Þegar allt venjulegt fólk bíður eftir því alla vikuna að það komi föstudagur þá bíður Ingunn eftir því að það komi mánudagur, sérstaklega ef sunnudagurinn í vinnunni var slæmur þynnkudagur.
Ég skellti mér sem sagt á þorrablót á laugardaginn og skemmti mér alveg konunglega. Binni og Kristín Tolla eiga alveg stóran hlut af þeim heiðri. Farið var í danskeppni sem Kristín vann með glæsibrag...leiðinlegt að dansfélaginn hennar er ekki á lausu...hefði getað orðið skemmtilegt :)
4 Comments:
Ég hef fengið þónokkur sms þar sem fólk er að velta því fyrir sér hvort ég hafi verið að reyna við þennan dularfulla dansherra!!! Spurning hvort ég þurfi að versla normalbrauðið mitt í Reykvísku bakarí framvegis....
Annars var þetta algjör snilld takk fyrir skemmtilegt kvöld Ingunn og Binni ;-)
Hahaha...já þetta var algjör snilld, ég held að það sé öruggara að þú farir að skipta við annað bakarí...ertu orðin fær á gröfuna ?
p.s...Binni virðist ekkert svo hamingjusamur með okkur !
Ég var greinilega að pósa þarna á myndinni :)
Post a Comment
<< Home