Aunty Bing Dao

Sunday, November 20, 2005

Ég og Chris skelltum okkur í sund í gærkvöldi sem er kanski ekki frá sögu færandi nema þegar Ingunn kemur upp úr hafði tappinn á hársprey brúsanum ekki verið nógu vel skrúfaður á svo það var allt á floti í töskunni og að sjálfsögðu allt vel klístrað...stelpan tók þessu nú öllu með ró enda átti hún kalda hvítvínsflösku sem beið þess að vera drukkin eftir sundið. Jæja og svo þegar ég kem fram á gang stendur Chris þar á nærbuxunum með þennan líka stóra undrunar svip og segir að það hafi einhver stolið gallabuxunum hans með húslyklunum og lyklunum af vespunni hans líka!!! Það var ekkert annað hægt að gera en að fara heim á nærbuxunum en þar sem að meðleigjendurnir hans voru á ferðalagi urðum við að brjótast inn í húsið...aumingja Chris þurfti að príla upp á þak á næríunum og allir grannarnir að horfa á þessa vitlausu útlendinga. Chris finnur auka lykla af hjólinu sínu og þegar við ætluðum að fara aftur og sækja hjólið hans fattaði ég að ég hafði gleymt sléttujárninu mínu í sundlauginni... ég bruna auðvitað af stað út í sundlaug og fattaði þegar ég steig af hjólinu mínu að ég hafði gleymt Chris !!! HOW STUPID CAN YOU BE ?
Svo í dag skrapp ég í mollið og keypti mér þessa líka fínu adidas peysu en þegar ég kem heim fattaði ég að ég var ekki með pokan með mér !
Gæti verið að ég sé komin með Alzhimer light ?

3 Comments:

At 6:03 PM, Anonymous Anonymous said...

mundu að koma heim!
ov

 
At 10:57 PM, Anonymous Anonymous said...

já takk...Soffía fær það verkefni að koma mér alla leið

 
At 11:42 PM, Anonymous Anonymous said...

uff eg er ekki viss um ad eg geti munad tad!!!! Pressa

 

Post a Comment

<< Home