Aunty Bing Dao

Thursday, September 29, 2005

Eðlan sem býr í eldhúsinu er ekkert mjög vinsæl lengur...ekki hjá mér allavegana. Mér stóð svona nokkurnvegin á sama þegar hún hélt sig bara í eldhúsinu því að ég fer aldrei þangað inn. En núna er hún farin að hlaupa út um allt hús og frk Soffía á eftir henni með myndavél. Í gær lét hún Soffíu hlaupa upp og niður stigann á eftir sér...ég hefði viljað sjá það ;)

Fyrst við erum að fá virðulega gesti úr Ölfusinu á miðvikudaginn næsta, urðum við að láta þrífa hjá okkur íbúðina svo hægt sé að bjóða þeim í kaffi. Af einhverri ástæðu treystum við okkur ekki í að þrífa sjálfar (aldrei að vita hvað maður finnur í skápunum) þess vegna fáum við konu frá Filipseyjum til að gera það fyrir okkur.

1 Comments:

At 4:53 PM, Anonymous Kata said...

Það styttist óðum.... ;)

 

Post a Comment

<< Home