Hvar er helvítis fjarstýringin
Við Soffía ætluðum sko aldeilis að vera latar í gærkvöldi og leggjast upp í sófa og horfa á DVD. Nei nei...fundum hvergi fjarstýringarnar. Komumst að þeirri niðurstöðu að leiðinlegi meðleigjandinn hafi líklegast falið þær svo við myndum ekki horfa á sjónvarpið hans sem er í stofunni okkar. Ég varð nú ekkert rosalega pirruð...bara soldið mikið.
Ég var rosalega dugleg að læra um helgina...bara nokkuð stolt af sjálfri mér. Ég kláraði næstum því ritgerðina um Suðurstrandarveginn...spennandi.
Svo er ég komin með nýjan Æ-pott ( i-pod ) ...ég ætlaði að fá mér 30GB photo...en æjæj..hann var ekki til...hvað þá ? Nú bara auðvitað 60GB photo !! Bara flottur...og það er ýmislegt nýtt á play lista Ingunnar þennan mánuð.
2 Comments:
glæsilegt... þessir i-podar eru hressandi!
kv,
ov
bráðnauðsynlegir
Post a Comment
<< Home