Aunty Bing Dao

Thursday, May 19, 2005

Nú er það "pakka niður" höfuðverkurinn !

Það leiðinlegasta sem ég geri er að pakka niður. Ég tala nú ekki um það þegar maður veit ekki hvað tekur við næst....mun ég koma aftur til Taiwans í september eða ekki ! Ég veit ekki hvort ég eigi að reyna að selja hluta af draslinu mínu fyrir slikk eða skilja það eftir hjá strákunum. Ég nenni varla að fara að senda það heim til þess að safna meira rusli í herbergið mitt á haukaberginu. Vespan mín...á ég að selja hana eða skilja hana eftir ? Ég nenni varla að taka hana með í ferðatösku til íslands eins og við Einar, Gísli og Oddný gerðum hér um árið ! Hahaha....Vá hvað ég sá eftir því þegar ég var komin hálfa leið til íslands. Við sem sagt tókum með okkur vespu frá Dóminíska lýðveldinu...pökkuðum henni niður í 3 ferðatöskur og komumst með hana alla leið til Íslands. Þetta var aðallega gert vegna þess að Carlos sagði að ég væri Chicken ef ég gerði það ekki. Aumingja Gísli og Oddný voru ekkert smá þolinmóð þegar við Einsi vorum að burðast með allar þessar töskur. Ótrúlegt hvað maður lætur hafa sig út í ;)
Svo er afhending Barónsstígsins 5.júní...trúi því ekki að ég sé búin að selja...sárt en það venst.

Einar fór til Beijing í fyrradag að hitta sendinefnd Óla R. Þar hitti hann óvænt fullt af fólki sem hann þekkti. Meðal annars stelpu sem var með honum í HR og mann sem var eitt sinn vinnumaður hjá pabba hans í Kjarnholtum. Hlakka ekkert smá til að hitta hann í Hong Kong eftir 2 vikur.

Jæja það er munnlegt próf hjá mér á morgun og ég geri allt annað en að læra. Ég þarf að segja sögu af taiwanskri konu sem giftist englendingi. Hún er bisnesskona og hann kennir lögfræði, þau kynntust á fyrlestri og urðu voða ástfangin. Pabbi konunar er voða ánægður með nýja tengdasoninn, sem er með blá augu og skollitað hár, því að hann hefur mikinn áhuga á kínverskri menningu og talar kínverskuna mjög skýrt og skilmerkilega. Og ég tala nú ekki um kínverska nafnið sem hann ber..Zhang You Qi ... stórkostleg kennslubók sem ég er með þessa önnina.

2 Comments:

At 10:33 PM, Anonymous Anonymous said...

Hvaða hvaða, þú veist nú að það er nú ekki mikið mál að taka í sundur eina vespu og pakka niður í ferðatösku.
Hlökkum til að sjá þig.
Kv. Oddný og co.

 
At 11:59 AM, Anonymous Anonymous said...

Ja tad var ekki vandamalid en tad var adeins leidinlegra ad bera toskurnar :)...hlakka til ad sja ykkur lika

 

Post a Comment

<< Home