Aunty Bing Dao

Tuesday, May 17, 2005

5 dagar í Kenting, 17 dagar í Hong Kong, 19 dagar Ísland !

Sólin er farin að skína á ný og ég er strax komin í helgarskap þótt það sé bara mánudagur. Ferðaplanið er aðeins breytt. Í stað þess að fara til Penghu eyju ætlum við að leigja okkur bíl og aka frá TaiChung til Kenting sem er syðsti oddur eyjunnar. Að mínu mati er það skemmtilegasti hluti eyjunnar með hvítum ströndum og pálmatrjám. Posted by Hello


Einar Rúnar flaug til Pekings áðan til að hitta sendinefnd Óla forseta. Hann ætlar svo að taka lest til baka sem sparar honum nokkuð góðan pening en ferðin mun þó vera 20 klst lengri.

Taiwanir hafa ýmsa skemmtilega siði sem ég held að ég hafi ekki sagt frá áður. Þeir sem eru búddatrúa ( sem eru flest allir ) gefa látnum ástvinum að borða ca einu sinni í viku. Þeir setja borð út á gangstétt og fylla það af allskyns mat og drykk. Síðan brenna þeir drauga peninga til þess að "fólkið" hafi einhverja peninga til að eyða þarna hinum megin. Ef þeir vilja vera sérstaklega góðir við þá ( draugana ) þá brenna þeir líka bíla ( Bens ) og hús úr pappa. Og auðvitað breytast þessir hlutir í alvöru bíla/hús þarna hinum megin.
Svo er það draugamánuðurinn sjálfur sem er júlí. Í júlí má maður ekki gera neitt...það má ekki gifta sig, ekki fara í sund og það er ekki mælt með því að fólk flytji ofl.ofl
Ég held að sá maður/kona sem fann upp á því að búa til bíla og hús úr pappa til að brenna sé mjög ríkur/rík núna þar sem að það búa um 23 milljónir manna í Taiwan. Ég tala nú ekki um ef hann hefur náð að selja þetta til kína líka !

2 Comments:

At 1:25 AM, Blogger KSvava said...

Hæ hæ
Það er ekkert smá ferðalag á þér, rakst hérna á bloggið þitt og er ekkert nema öfundin að ferðast svona um víða veröld, hvað ertu annars að gera? Ertu í námi þarna úti eða bara að leika þér??
Gangi þér allavega mjög vel með allt :O)

Kveðja frá gamalli skólasystur..

 
At 2:45 PM, Blogger Ingunn said...

Hæ takk fyrir kveðjuna...langt síðan að ég hef séð þig. Já ég er í háskóla hér í Taiwan, Taichung. Þetta er þriðja önnin mín og það er aldrei að vita nema þær verði fleirri :) Hvað er þú annars að gera ?

 

Post a Comment

<< Home