Aunty Bing Dao

Thursday, May 12, 2005

Það verður gott að komast heim

Jæja nú er ég farin að telja síðustu daga mína hér í Taiwan. Það er alveg kominn tími á að anda að sér fersku sveitaloftinu i Ölfusinu og fá að hvíla heilann í 3 mánuði. Það er orðið óbærilega heitt hérna og moskítóflugurnar eru alveg að fara með mig...erum ekki góðar vinkonur. Einar kom í heimsókn í síðustu viku og var hjá mér í 5 daga sem var auðvitað mjög notarlegt. Við hittumst svo aftur eftir 3 vikur í Hong Kong á leið minni heim.

Ég, Amanda, Robert og Justin erum að fara í smá ferðalag um næstu helgi til Penghu eyju sem er á milli Kína og Taiwans en er samt partur af Taiwan. Þar ætlum við að liggja á ströndinni í 3 daga og hafa það gott.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home