Haha...skrapp út í búð áðan og það var kall sem horfði svo mikið á mig að hann labbaði á bíl...gott á hann ! Orðin hundleið á því að fólk stari á mig og skoði ofan í innkaupakörfuna mína.
En já....Þá er búið að ganga frá Leuven ferðinni...flugmiðarnir voru keyptir í dag og við erum komin með íbúð og miða á tónleikana. Grettir og Óli fljúga til Frankfurt og taka lest þaðan til Leuven 28. júní en ég ætla að leggja af stað 29 júní...fljúga til London og taka lest þaðan til Brussel og svo þaðan til Leuven. Ingvar kemur beint frá Ítalíu og hittir okkur í Leuven. Jibíííí...hlakka ekkert smá til :)
Annars er bara búið að vera þynnku dagur hér í Dong Bie í dag. Við erum búin að vera í fjögurra daga helgafríi og strákarnir kíktu í heimsókn í gærkveldi eftir vinnu og við enduðum uppi á þaki með rauðvín og kertaljós. Við vorum eiginlega að halda upp á afmælið hans Ingvars...til hamingju Ingvar minn...hvað ertu aftur gamall ?
4 Comments:
Er ég ekki 26 að verða 27 eins og þú gamla mín, plús / mínus 15% ...
IJ
haha...you wish :)
það verða sko engir Dong Bie þynnkudagar í Leuven... kannski merki um hvað við erum upptekið fólk að enginn geti komið eða farið með sama flugi :)
kv,
ov
Já ég var einmitt að hugsa það í þynnkunni í gær að ég ætlaði ekki að eyða þessum dögum í þynnku...já erum soldið bissí
Post a Comment
<< Home