Aunty Bing Dao

Friday, March 18, 2005

Það er yndislegt að aka um götur borgarinnar á vespunni minni með tónlist í eyrunum . En í gær átti ég skemmtilega vandræðalega stund þegar ég uppgötvaði á rauðu ljósi að ég væri að syngja með Mugison...sjaldan verið eins mikið horft á mig !

Á hverju ári kemur helv. skattaskýrslan...sem er minn versti höfuðverkur. Það er ótrúlegt hvað ég get látið hana fara í taugarnar á mér. Í fyrra náði ég að klúðra bæði minni skýrslu og pabba, daginn sem ég kom heim frá Taiwan...skelfilega þreitt og alls ekki að nenna þessu því ég var að flýta mér á Damien rice tónleika með Óla Veigari. En þegar maður er svona í öðru landi, þarf ekki að vinna fyrir sér öðru vísi en að sækja náms styrkinn í hverjum mánuði, á maður það til að gleyma öllum áhyggjum sem liggja á fólkinu heima. En hvað um það SVO hitti ég pabba á MSN um daginn og fyrsta sem hann spyr er " ERTU BÚIN AÐ SKILA SKATTASKÝRSLUNNI ?"
...og þá var nú gott að eiga góðan vin sem heitir Ingvar Júlíusson og kemur manni til bjargar svona á verstu tímum...fyllir út skattaskýrslur blindandi og hefur bara gaman af því !
Takk fyrir það Ingvar !

2 Comments:

At 11:12 PM, Anonymous Anonymous said...

áttu einhverja mynd af okkur bræðrum þar sem við erum ekki með bjór?
o.veigar

 
At 11:33 AM, Blogger Ingunn said...

haha...nei ég held ekki...en mér finnst þessi mynd af þér alveg stór góð.

 

Post a Comment

<< Home