Aunty Bing Dao

Tuesday, March 08, 2005

Eins og þið flest vitið hefur ekki verið friður á milli Kína og Taiwan í um 56 ár eða frá því að komúnnistar náðu völdum í Kína og fyrri stjórn flúði yfir til Taiwan. Það nýjasta í þessu máli er að Kína stjórn, sem hefur haft miklar áhyggjur af því að Taiwan ætli að lýsa yfir sjálfstæði sínu, er búin að leggja fram lagafrumvarp sem kveður á um að ef Taiwan mun lýsa yfir sjálfstæði þá megi Kína gera árás. Síðustu 2 daga er búin að vera mikil ókyrrð í loftinu þar sem greinilegt er að miklar æfingar eru í gangi hér í Dong Hai herstöðinni.
Til að mótmæla þessu bulli tveggja stjórnmálaflokka...kommúnista og demokrata...ákvað ég í gær að kaupa mér flugmiða yfir til Kína, þar sem að afar hagstæðir miðar eru í boði þessa dagana eftir þessar yfirlýsingar. Ég fer 30. mars og verð hjá Einari í 5 nætur og stoppa svo eina nótt í Hong Kong til að fá nýtt VISA inn til Taiwan. Það er alltaf frí í öllum skólum þessa viku því að landsmenn sameinast og þrífa grafhýsi látinna ástvina. Þetta er gömul hefð sem Chiang Kaishek kom á. Tailor sagði mér í dag að mjög algengt væri að fólk opnaði kisturnar ca 7 árum eftir að fólkið er grafið og tækju beinin úr og settu þau í einhverskonar "krukku". Ég skyldi samt ekki alveg hvað hann var að fara með þessa krukku...en allavegana sagði hann að hans fjölskylda hefði gert þetta 7 árum eftir að amma hans dó.

2 Comments:

At 7:23 AM, Anonymous Oddný said...

Sæl skvís.
Já flott hjá þér að skella þér til Einsa á þessum síðustu og verstu tímum. Biðjum að heilsa og bréf í bígerð.
Kveðja Oddný

 
At 12:21 PM, Blogger Ingunn said...

frábært...bíð þá bara eftir bréfi :)

 

Post a Comment

<< Home