Aunty Bing Dao

Tuesday, March 29, 2005

Það er svona smááá stress í gangi hér í Taichung í dag. Dagurinn byrjaði með því að ég þurfti að fara í 2 próf og svo heim að þvo allan þvottinn minn, þrífa herbergið mitt og pakka niður því að á morgun fer ég til Kína að heimsækja Einsa minn. Jæja málið er að á bakaleiðinni þarf ég að stoppa yfir nótt í Hong Kong þar sem að ég verð að sækja um nýtt VÍSA ( landvistarleyfi) til Taiwans. Til þess að fá þetta VÍSA þarf maður að vera með ýmis gögn í höndunum og meðal annars FLUGMIÐA út úr landinu. Þegar ég vaknaði í morgun hélt ég að þetta væri allt á sínum stað þar til að annað kom í ljós...ég finn ekki flugmiðann minn út úr Taiwan í Júni. Ég er búin að gera dauða leit í öllu herberginu mínu og ég finn heldur ekki afritið sem átti að vera í mail-inboxinu mínu....ekki nógu gott...tippical Ingunn...ég sem hélt ég væri svo skipurlögð ! Þessi Hong Kong dagur verður eitthvað skrautlegur...ein að þvælast um borgina með lonely planet bókina sína og allan farangurinn á bakinu...er ekki enn búin að finna hótelherbergi og ég hef það svona á tilfinningunni að það verði bara seinnitíma vandamál sem verður hummað af sér þar til það er kominn tími til að fara að sofa.

Á föstudaginn lenti ég í skemmtilegu ævintýri...ég íslendingurinn tók að mér forfallakennslu í ensku fyrir vin minn. Ég mætti 10 mínútum áður en að tíminn átti að byrja og svo var mér bara kastað í djúpu laugina. Ég stóð eins og fáviti ein inni í kennslustofu með 10, 12 ára stelpum og kennslubók og varð bara að gjöra svo vel að kenna eitthvað. Þetta hljómar allt voðalega einfalt en það var það alls ekki...það tók ekki nema 5 mínútur að fara yfir 1 blaðsíðu og hvað svo... 55 mínútur eftir ? Jæja fyrsti tíminn var skelfilegur en svo tók ég 2 aðra bekki 2x 30 mín sem var rosalega gaman...fékk líka tækifæri til að æfa kínverskuna. Frábært að sjá undrunar svipinn á krökkunum þegar ég sagði þeim að ég væri frá Íslandi...og það tók mig hálfa kennslustund að segja þeim frá landinu...að það væri hægt að búa til snjóhús og snjókarla...ansi merkilegt ! Jæja þetta reddaðist að lokum og ég gekk út með 3000 kr íslenskar sem endist ansi lengi hér í Taiwan.

Og svo það skemmtilegasta...Ingunn er að fara til Belgíu í júní með velvöldu fólki á RockWerchter Þótt að dagskráin heillaði mig meira í fyrra þá eru samt nokkur bönd sem mig langar að sjá ...eins og Interpol, Mars Volta og Queens of the stone age...ég yrði sérstaklega hamingjusöm ef Modest mouse sæju sér fært að mæta...ef ekki þá sé ég þá bara seinna.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home