Aunty Bing Dao

Monday, April 04, 2005

Hong Kong / Kína

Þá er ég komin til Hong Kong og bíð bara eftir því að komast heim. Ég fékk VÍSA í dag til Taiwans og gerði ég heiðarlega tilraun til þess fá flug heim í kvöld en það var allt uppbókað í allar vélar. Þannig að ég verð bara að vera hér í nótt á einhverju farfuglaheimili sem ég fann áðan. Einar var svo elskulegur að koma með mér til Hong Kong í morgun sem var mjög fínt því að ég svaf mjög lítið í nótt og þá er heilinn ekki alveg að virka nógu vel í svona stórborg. Við lentum einmitt á versta tíma í Hong Kong í morgun og það var frekar fyndið að fara með neðanjarðarlestinni kl 8.30 í morgun þegar allir voru á leið í vinnuna. Gjörsamlega STAPPAÐ og það lá við að það þurfti að ýta fólki inn svo enginn myndi klemmast á milli hurðanna.

Við áttum góðar stundir saman í Kína en ég verð mjög fegin þegar ég kemst aftur heim til Taichung. GuangZhou er ekki borg fyrir mig...mér finnst Einar algjör hetja að búa þarna. Allsstaðar stappað af fólki og allt svo subbulegt...þess vegna var gott að komast til Hong Kong sem er hreinasta stórborg sem ég hef komið í. Hvergi tyggjó klessur á götunum og allar byggingar hvít þveignar.

Jæja ég verð að finna mér eitthvað að gera til að dreifa tímanum...Einar var að fara og ég er strax farin að sakna hans. Veit ekki hvernig ég á að þrauka næstu 6-7 vikur án hans.
...stundum er erfitt að vera til !

0 Comments:

Post a Comment

<< Home