Það er svo sannarega komið sumar hér í Taichung. Hitinn er í kringum 30°C sem er allt of heitt í svona stórborg. Chris og Justin buðu okkur í grillveislu á laugardaginn og var orðið langt síðan að ég hafði fengið grillaðan lax og nýjar kartöflur. Ég hafði orð á því einhverntímann hvað ég saknaði þess að fá ekki kartöflur ( án þess að ég muni eftir ) og þess vegna voru kartöflur aðalrétturinn á mínum disk.
Það er spurning hvort við verðum ekki að hafa einn fund hjá hvílauksgrillara félaginu áður en við förum til Leuven í sumar !
Og svo er ég líka búin að finna þessa frábæru geisladiska búð. Þar fann ég meðal annars nýja Mars volta diskinn ...og The music, Wilco og the bravery sem ég á reyndar eftir að melta.
3 Comments:
vér hvítlauksgrillarafélagar bregðumst ætíð skjótt við þegar kallið kemur... ég er tilbúinn með grillspaðann frk. yfirhvítlauksgrillarafélagi!
kv,
o.veigar
Frábært !
Meiri hvítlauk meira helvíti! Auðvitað grillum við.
IJ
Post a Comment
<< Home