Aunty Bing Dao

Wednesday, July 27, 2005

Síðan síðast ...

*Kom heim í byrjun Júní, vann eins og vitleysingur í 3 vikur
*Fór svo aftur út 3 vikum seinna til Belgíu með Ingvari, Óla og tíbetsku hálfbræðrunumRosso from Iceland og Gretti. Þar fórum við á frábært rock festival yfir helgi sem verður seint gleymt. Fyrsta daginn, fimmtudag, sáum við fyrst The Bravery... sem voru ekki eins góðir og ég átti von á en samt góðir, kanski ekki að marka gæðin þar sem þeir voru fyrsta band á sviði. Svo þar á eftir sáum við New Order sem voru bara flottir. Kraftverk voru eins og við áttum von á en Snoop Dogg var ekki alveg að meika það ég hefði alveg viljað sjá eitthvað annað í staðin fyrir hann.
Á föstudeginum voru það Green day sem stóðu algjörlega uppúr, komu skemmtilega á óvart og héldu gjörsamlega uppi fjörinu.
Laugardagurinn var samt sá besti. Við byrjuðum á smá rölti í kringum gamla bæinn í Leuven áður en við fórum út á hátíð. Að mínu mati voru það Block Party sem stóðu upp úr þann daginn þótt að Interpol hefðu verið frábærir og The Dears ekki verri. Mér fannst þeir vera að gera annsi flotta hluti með harmónikkuna, sellóið og píanóin tvö. Kvöldið endaði svo auðvitað með brjáluðu fylleríi á mér, Ásgeiri og Gretti og eins og við mátti búast var sunnudagurinn mjög slæmur. Við Grettir náðum samt að sjá restina af Foo Fighters og alla R.E.M. tónleikana.

* Já og svo er ég búin að ákveða að fara aftur út til Taiwans og í þetta skipti ætlar Soffía Bærings að koma með mér. Við erum búnar að kaupa flugmiða og verður flogið frá Heathrow flugvelli 11. september og lent í Hong Kong 12. september. Þar ætlum við að stoppa í 2 daga áður en við fljúgum yfir til Taiwans. Mikill spenningur liggur í loftinu og er ég sérstaklega hamingjusöm yfir því að Soffía skyldi taka þá ákvörðun að skella sér með mér í 3 mánuði. Ég veit að hún er hinn fullkomni ferðafélagi sem á mjög auðvelt með að hlæja að vandamálum og taka lífinu létt.
Við erum líklegast búnar að fá 2 herbergi á leigu í íbúð með vinum mínum Antony og Matt frá Englandi. Ég vona að það gangi allt upp, því þetta er fín íbúð með þráðlausu interneti, loftkælingum, kapal sjónvarpi og öllum húsgögnum...staðsett á besta stað í miðbænum.

2 Comments:

At 11:46 PM, Anonymous Anonymous said...

loksins!
ov

 
At 2:23 AM, Anonymous Anonymous said...

haha...já er ekki alveg að standa mig í þessu ;)

 

Post a Comment

<< Home