Aunty Bing Dao

Tuesday, May 24, 2005

Sólbrunnin með glóðurauga

Á laugardaginn leigðum við okkur bíl og ókum til Kenting. Þegar við komum á leiðarenda komumst við að því að það var ekkert hótelherbergi laust. Eftir nokkra stund fundum við laust herbergi á gistihúsi sem heitir "happy babe city" sem var við hliðina á morgunverðastaðnum "beautiful and breakfast" ...hvað um það, við leigðum okkur svo vespur á sunnudag og mánudag og keyrðum um alla suður ströndina og eitthvað upp með austurströndinni. Við fundum nokkrar frábærar strendur með góðum öldum og þar sem taiwanir eru ekki mikið fyrir sólina áttum við strendurnar út af fyrir okkur. Við gleymdum okkur gjörsamlega í sjónum í gær eða ca 5 tíma sem endaði auðvitað bara með hræðilegum sólbruna. Ég varð svo fyrir smá óhappi...Justin kíldi mig óvart í nefið þannig að núna er ég eins og epli með glóðurauga...ekki fögur sjón.
Robert missti sig aðeins í leiknum "fela Ingunni" og útkomuna má sjá hér fyrir neðan.
...nýjar myndir hér
Posted by Hello

6 Comments:

At 10:20 PM, Anonymous Anonymous said...

Þarf að grafa þig í sand svo þú sért til friðs??
Annars eru miðarnir okkar komnir í hús.
IJ

 
At 8:16 AM, Anonymous Anonymous said...

miðarnir okkar strákanna eru líka komnir í hús!
kv,
ov

 
At 8:49 AM, Blogger Ingunn said...

Frábært...Hummm jaaa ég er nú oftast til friðs ..er það ekki ?

 
At 11:39 PM, Anonymous Anonymous said...

Jú jú þú ert nú svona oftast nær til friðs.
IJ

 
At 5:33 PM, Anonymous Oddny said...

Þetta með glóðuraugað, þá talaði ég einmitt við Justin um daginn og sagði honum alla sólarsöguna um glóðuraugað mitt í Vík hérna um árið og hann sagðist ætla að gera e-ð í málinu c",)

 
At 6:36 PM, Blogger Ingunn said...

Hahaha já alveg rétt...Einsi kallinn gaf þér eitt þokkalegt glóðurauga þá helgi ! Já ég sagði einmitt Justin að ég ætlaði að taka mynd og senda Einari..hann myndi svo berja hann næst þegar þeir myndu hittast...áttu ekki mynd síðan þá...til að hræða hann aðeins ;) hlakka til að sjá ykkur

 

Post a Comment

<< Home