Aunty Bing Dao

Saturday, September 17, 2005

Nú erum við sem sagt komnar til Taiwans. Við fluttum inn í íbúð með einum strák frá Kanada öðrum frá Nýja Sjálandi og stelpu frá Taiwan sem við höfum reyndar ekki hitt ennþá.

Okkur leist nú ekkert sérstaklega vel á þetta fyrst en núna erum við næstumþví búnar að koma okkur fyrir og strákarnir eru sjaldan heima þannig að þetta er allt í góðu.

Annar þeirra, Wyn, er soldið sérstakur, hann er svona kontrol frík, vill helst getað stjórnað öllu. T.d var blað uppi á vegg þegar við komum fyrst í íbúðina með skilaboðum til hinna meðleigjandanna um að þeir ættu að vera búin að gera hitt og þetta áður en að nýju stelpurnar kæmu og svo áttu þau að vera næs við okkur og að taka frá kvöldið til þess að drekka með okkur bjór. Daginn eftir var búið að taka niður blaðið.
Sama kvöld fór hann með mér, Soffíu og Justin út að borða. Hann komst að því að Justin er að leigja með stelpu sem heitir Asha nema hvað hann vissi ekki og veit ekki enn að Justin og Asha eru par. Allavegana fór Wyn að tala um hvað þessi stelpa væri flott og að hann væri nú alveg til í að komast yfir hana. Hann spurði Justin hvort hann gæti ekki reddað því fyrir hann. Justin var ekkert sérstaklega glaður og er Wyn ekkert í uppáhaldi hjá honum núna.

Soffía ákvað að skrá sig í skólann minn og læra smá kínversku líka. Að sjálfsögðu fékk hún nýtt kínverskt nafn frá kennurunum og mér. Það var ákveðið að kalla hana Zhang Bing Xin eða ef við þýðum það yfir á íslensku Zhang ís hjarta. Það hefur samt ekki sömu meiningu og í íslensku, kennarinn sagði að þetta væri mjög fallegt nafn.

Kata og Smári eru að gifta sig í dag...til hamingju elskurnar mínar, vildi að ég hefði getað verið með ykkur en vona að þið eigið góðan dag. Sjáumst svo í taiwan eftir 2 vikur ;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home