Aunty Bing Dao

Wednesday, November 02, 2005

Það er allt að gerast hér í Taiwan, svo mikið að ég nenni sjaldnast að skrifa um það.

*Það merkilegasta í dag er að Einar er að koma til mín á eftir...spennan er mikil á heimilinu og ís hjartað (Soffía) hefur velt því mikið fyrir sér hvort hún ætti að flytja út á meðan hann er hér...skil ekkert afhverju.

*Ingunn var stoppuð af löggunni um daginn. Stelpan hafði tekið ólöglega beygju og ætlað sér á móti umferð...hún dó þó ekki ráðalaus heldur brosti bara sínu breiðasta framan í lögguna og þóttist ekkert skylja í kínversku. Aumingja löggan vissi ekkert hvað hún gæti annað gert en að brosa bara á móti og hugsaði augljóslega...Ben wai guo ren (heimski útlendingur)

*Svo eru sumir á heimilinu orðnir betri í íslensku en áður og öðrum hrakar...við nefnum þó engin nöfn hér...og vill Ingunn taka það fram að ekki er verið að tala um stafsetningu.

*Á laugardaginn grilluðum við í fyrsta skiptið. Við borðuðum íslenskar SS pylsur sem Hrauns fjölskyldan kom með...það var alveg hreint ágætt.

...og talandi um Hrauns fjölskylduna...þá áttum við frábærar 2 vikur saman hér í Taiwan og Hong Kong.

Ein góð saga er þegar við fórum á ströndina einn daginn:
Við komum á ströndina og töldum okkur vera komin með sæmilega góðan stað til að planta okkur á nema hvað...Tótu langaði til þess að vera meira í næði...ekki alveg ofan í öllu fólkinu því að við ætluðum í sjóinn á meðan hún sólaði sig á ströndinni. Allt í lagi við röltum ströndina endilanga og fundum þennan fína stað með stólum og sólhlífum þar sem að Tóta gæti sólað sig í friði. Kata, Smári, Hannes og Ég hoppuðum því næst út í sjó og fylgdumst með Tótu koma sér vel fyrir. Hún dreifði úr handklæðinu, setti á sig sólarvörn, tók upp bókina og ætlaði að fara að leggjast þegar við heirum þessi ógurlegu öskur og læti. Um það bil 200 skólakrakkar (4-5 rútur) koma hlaupandi niður á strönd og öll framhjá Tótu sem vissi ekkert hvað var að gerast. Svipurinn á henni var æðislegur...frekar hissa...brugðið...átti ekki von á að geta sólað sig í friði.

Við ókum sem sagt hringinn í kringum Taiwan og lentum í ýmsum ævintýrum á leiðinni. Eftir rúma viku í Taiwan flugum við til Hong Kong og fórum einn dag til Macau. Macau er hluti af Kína en var portúgölsk eyja til ársins 1999 (ef mig mynnir rétt) Þar fórum við í spilavíti og borðuðum saltfisk á portúgölskum veitingastað.

...4 tímar í Einsa

1 Comments:

At 8:45 PM, Anonymous Anonymous said...

...sumt tarf ekki ad blogga um :)Lynja

 

Post a Comment

<< Home