Nýbúinn í Taiwan
Þetta er allt í lagi... þetta var bara útlendingur, sagði maðurinn við konuna sína þegar hann var næstum því búinn að keyra mig niður í gær.
Ég skellti mér í heita pottinn eftir ræktina í dag, þar voru nokkrar góðar tævanskar kjaftakellingar staddar. Greinilega vel efnaðar konur sem höfðu ekkert annað við tímann að gera en að hanga í ræktinni allan daginn og slúðra. Ein þeirra kunni einhverja ensku og varð endilega að sýna sig fyrir vinkonunum með því að spjalla aðeins við mig. Hún sagðist hafa farið til Danmerkur einu sinni og á flugvellinum sá hún Íslenskan hermann...rosalega myndalegur...ég vildi nú ekki gera lítið úr konunni fyrir framan fínu vinkonur hennar þannig að eina commentið sem kom frá mér var...já íslensku hermennirnir eru voðalega myndarlegir.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home