Aunty Bing Dao

Wednesday, December 07, 2005

Árlegir Kráar Ólimpíuleikar í Taichung !

Næst síðasta helgin í Taichung og það var ágætlega tekið á því. Ingunn lét Antony plata sig út í að vera með í liðinu hans á Pub Olympics (Ólimpíuleikar pubbana) og sem sannur ölfusingur stóð stelpan sig með prýði. Við vorum 5 saman í liði og þurftum við að þeysast um alla borgina ásamt öðrum liðum og leysa ýmsar þrautir. Fyrsta var pílukast og stelpan var með næst hæðstu skorin...veit ekki hvort þetta var heppni en ég var nú bara nokkuð stolt ! Svo á næsta bar var peningakast...síðan barnabíla rallý, fótboltaspil, og bjórþamb...sem við gjörsamlega möluðum, þegar við vorum búin að drekka alla 5 bjórana voru margir enn á númer 2 ! Æfingabúðir í Belgíu síðasta sumar hjálpuðu mér líklegast eitthvað. Soffía stóð sig líka með prýði sem grúpp pía og öskraði hún Ölfus af og til, til að koma fólkinu í gírinn...
...nú eru bara 12 dagar í heimför

1 Comments:

At 12:59 AM, Anonymous Anonymous said...

áfram ölves!!!!

 

Post a Comment

<< Home