Aunty Bing Dao

Wednesday, November 08, 2006

November, allt á kafi í snjó í Ölfusinu og tími til kominn að blogga á ný

Einsi kallinn er aftur farinn frá mér...nú til Kína og Kóreu í rúmar tvær vikur...stutt í þetta sinn. Það er frábært að fylgjast með honum þegar hann er að pakka niður fyrir þessar ferðir sínar. Þegar hann fór til Ástralíu í september tók hann með sér 3 fartölvur og 3 farsíma...mér fannst það frekar skondið, en í gær fyllti hann ferðatöskuna af golfkúlum, ökla og gevi skinni ! Án gríns...þá var hann með FULLA tösku af golfkúlum...ca 25 kg !
Ég var nú að reyna að "hjálpa" honum með því að gefa góð ráð við pökkun, en mér var kurteisislega bent á að hann gæti þetta alveg sjálfur. Ég kom t.d með þá hugmynd að taka allar golfkúlurnar úr pökkunum og láta þær vera lausar í töskunni svo hann gæti tekið með sér föt líka, en svo mundi ég eftir því þegar ferðataskan hans sprakk eitt sinn á flugvellinum. Það gæti nú orðið gaman ef það gerðist aftur...með fulla tösku af golfkúlum, merktar ÖSSUR ICELAND ...gæti verið góð auglýsing.

1 Comments:

At 12:24 AM, Anonymous Anonymous said...

haha... ég sé Einar fyrir mér hlaupandi um flugvöllinn að elta skoppandi golfkúlur :)
kv,
ov

 

Post a Comment

<< Home