Aunty Bing Dao

Tuesday, May 02, 2006

Þá er stelpan aftur flutt í ölfusið til mömmu og pabba eftir yndislega 2 mánuði í miðtúninu. Einar skrapp á ráðstefnu í Texas og á meðan hann er þar verð ég að finna leið til að plata hann í Ölfusið líka. Það er gott að vera í Haukaberginu og tími til kominn að Einsi fái að keyra aðeins á milli líka :)
Nú eru bara 2 vikur í Búlgaríuferðina...ahhh...það verður gott að komast aftur í hita og raka. Annars er útþráin alveg að drepa mig þessa dagana og Búlgaríuferð mun ekki eyða þránni. Alveg frá því að ég fór með kínversku túristana gullna hringinn um daginn og eftir matarboðið hjá Bing li, hef ég verið alveg ómöguleg. Að fá að tala kínversku við einhvern aftur er alveg stórkostlegt. Mynnir mann á að alltaf er hægt að læra meira og hversu gaman það er. Shang Hai eða Beijing eru efst á óskalistanum núna. Kanski maður nái að plata hana Soffíu sína með yfir á stóra landið.

Annars var þessi ferð með Kínverjunum alveg stórkostleg, ég gerði mér grein fyrir því að ég á ansi margt ólært í kínverskunni og þarf að vera fljót að svara fáránlegum spurningum sem ég veit ekkert svarið við.
Hvernig útskýrir maður t.d. allt um virkjanir á kínversku, eða hvernig kerið varð til og afhverju eru svona mörg húsþök rauð á litinn og hvaðan kemur öll rauðamölin í Grímsnesinu og afhverju er rauðamölin rauð og hvenær hættir að snjóa og afhverju keyrir bílstjórinn svona hægt og svo þarf maður að hafa þolinmæði ( sem er ekki til í mér ) því að auðvitað verður maður að getað tekið réttu myndina af kínverjunum þegar strokkur er að gjósa og það getur tekið meira en 30 mínútur að ná réttu myndinn sérstaklega þegar fólkið snýr sér alltaf við um leið og hann gýs.

1 Comments:

At 11:16 PM, Blogger leanordprehiem4188278137 said...

Get any Desired College Degree, In less then 2 weeks.

Call this number now 24 hours a day 7 days a week (413) 208-3069

Get these Degrees NOW!!!

"BA", "BSc", "MA", "MSc", "MBA", "PHD",

Get everything within 2 weeks.
100% verifiable, this is a real deal

Act now you owe it to your future.

(413) 208-3069 call now 24 hours a day, 7 days a week.

 

Post a Comment

<< Home