Aunty Bing Dao

Thursday, February 22, 2007

Haukabergið

Tilfinningar dagsins eru blendnar.
Frá því að ég man eftir mér hefur miðpunktur lífs míns verið á Haukabergi 3. Þar hafa mamma og pabbi búið í um 40 ár og þar hef ég alltaf átt heima og innst inni hélt ég alltaf að þar myndi ég alltaf eiga heima. Þegar ég var lítil öfundaði ég alltaf krakkana sem bjuggu í blokk...mér fannst ótrúlega svalt að búa í blokk og mér fannst líka ótrúlega svalt að sumir vinir mínir voru alltaf að flytja...skipta um hús, það var eitthvað svo spennandi. En í dag er ég ótrúlega sátt við að hafa alltaf átt heima á Haukabergi 3 og ótrúlega sátt við góðu minningarnar þaðan og nágrannana sem voru eins og foreldrar mínir...ekkert á því að flytja úr Haukaberginu.

Í Haukaberginu:
*Var ég skírð
*Kenndi ég Óla að hjóla.
*Hafa Ella, Davíð, Siggi og Sigga alltaf verið og eiga alltaf að vera í mínum augum...en ég var frekar sár þegar Pési og Lauga fluttu.
*Bjó eitt sinn Ellen þýska...sem ég var alltaf frekar hrædd við...og Arnar Snær
*Var einu sinni skemmtileg klöpp þar sem við óli gátum dundað okkur allan daginn í bílaleik.
*Var og er brekka sem var ótrúlega brött í minningunni.
*Voru oft haldin party fyrir skólaböll

En í dag var Haukaberg 3 selt og þótt ég sé sátt, foreldra minna vegna, er ég samt soldið leið.

En hver veit nema að einn daginn kaupi ég Haukaberg 3 og að Óli og Silla kaupi Haukaberg 6 og Maggi, Sesselía og Ingvar flytji líka í Haukabergið...væri það ekki frábært ? Ég finn það á mér ykkur finnst þetta snilldar hugmynd.

9 Comments:

At 1:41 AM, Blogger Bella said...

Hinn æðsti auður er að losna undan fjötrum hlutanna.
Hús er bara steypa, en minningarnar um heimilið lifa í huga þér hvar sem þú ert.
Meira að segja líður tíminn og hlutirnir breytast þó þú standir í stað. Ekkert varir að eilífu!

 
At 2:37 AM, Blogger Ingunn said...

já það er rétt

 
At 10:36 PM, Anonymous Anonymous said...

Jebb... Haukabergið rokkar...
IJ

 
At 10:11 PM, Anonymous Anonymous said...

góð samantekt á lífinu í haukaberginu, hjóla í "stóru" brekkunni, bílaleikur í klöppinni ofl. en hvað með gunnar færeyska?
þorvaldur og ingibjörg eru sönnun þess að maður kemur í manns stað, jafnvel þó þau þenji ekki löduna eins og ellen þýska.
ég vona samt að þú mætir áfram í götugrillin, svona til að taka pólitískt spjall við sigga ofl. í þeim dúr.
kv,
ov

 
At 10:24 PM, Blogger von ölves said...

ertu að flytja í íbúðir eldri borgara?

 
At 4:11 AM, Blogger Ingunn said...

hahaha...já ætli ég muni ekki gera það. Það er orðið slæmt þegar maður flytur með mömmu og pabba á elliheimilið. Ég verð þó komin með íbúð í Shang Hai þegar þau flytja þannig að ég get bara sagt að ég búi í SH en sé í "heimsókn" hjá mömmu og pabba. Auðvitað mæti ég í götugrillið...þið eruð líka velkomin í götugrillið á elló

 
At 9:38 AM, Anonymous Anonymous said...

Vigdís... Sigga Magga... Sveinn... MATUR!!!
ij

 
At 10:54 PM, Blogger Ingunn said...

hehehe...
Óli ég man ekki eftir þessum Gunnari færeyska. En hef nú heyrt hann nefndan.

 
At 7:12 PM, Anonymous Anonymous said...

hrói, ekki ég, gróf vörubílinn hans gunnars færeyska í einhverju þvermóðskukasti... ætli vörubíllinn sé ekki núna einhversstaðar undir fína sólpallinum hans flosa!
ov

 

Post a Comment

<< Home