Aunty Bing Dao

Thursday, February 15, 2007

Það gerðist ýmislegt í Reykjavík árið 1901...meðal annars þetta:

Sá atburður varð fyrir skömmu, að maður nokkur ókenndur reið allhart hér um götur. Pétur Pólití náði í manninn skammt frá Jóni Þórarsyni kaupmanni. Var maðurinn á hestbaki, hafði tvo til reiðar og búinn til brottferðar. Pétur er ungur í tigninni og vildi nú sýna rögg af sér og þreif til mannsins. Náði hann í kápulaf hans. En maðurinn beið ekki boðanna, sló í hestinn og baðaði út öllum öngum. Pétur lafði í kápulafinu og hékk þar upp eftir stígnum. Sá ókunni sló nú í af öllu afli, og kom ólin í höfuð Pétri. Hesturinn tók sprett mikinn, en rifa kom í kápuna. Sleppti Pétur tökum og greip til höfuðsins. Í þeim stympingum missti maðurinn hattinn af höfði sér. Pétur bað hann taka hattinn, en hinn gaf því engan gaum. Bað pólitíið menn þá að taka manninn en fáir voru þess fýsandi. Þó reyndi einhver að stöðva hann en fékk svipuhögg og varð frá að hverfa. Pétur og lýðurinn horfðu inn veginn, en maðurinn reið berhöfðaður guði á vald og hvarf úr sýn. - Enginn þekkti manninn, og ætla menn að þetta hafi verið útilegumaður !

1 Comments:

At 8:54 PM, Anonymous Anonymous said...

Hæ.
Ég er að fara til Taiwan í ágúst ásamt nokkrum vinum mínum og við erum eitthvað að vandræðast með að bóka flug þangað.
Ég var að spegúlera hvort að þú lumaðir á einhverjum upplýsingum um hvaða flugfélög eru best og hugsanlega ódýrust ?
Endilega sendu mér email ef að þú sérð þetta komment, elinborg@hi.is

 

Post a Comment

<< Home