Allt að gerast !

Ef allt gengur upp verðum við Soffía mín að leiðsegja um Taiwan, Hong Kong og Macau næsta oktober. Þeir sem hafa áhuga er bent á þessa ferðaskrifstofu þar sem ferðin verður seld. Kynning hefst á næstu dögum.
Einar Rúnar flutti til Beijing (Kína) í síðustu viku...ég held reyndar að hann sé í Shang Hai núna, en þar sem að mér finnst hrikalega leiðinlegt að tala í síma, þá er ekkert verið að eyða of miklu í símareikninga...maður er líka orðin svo ráðdeildarsamur ! En þegar ég heyrði í honum síðast var verið að undirbúa skrifstofu fyrir þá í Íslenska sendiráðinu í Peking þar sem þeir verða með aðstöðu til að byrja með...eða þar til að samstarfsaðilinn finnur húsnæði fyrir þá.
Kallinn kemur þó aftur heim í lok febrúar og stoppar í ca 10 daga og svo skrepp ég til Shang Hai í rúmar 2 vikur í Mars. Planið er að hittast þar til að finna íbúð áður en við flytjum þangað í sumar.
Nýjustu fréttir dagsins eru samt þær að Þóra Birna og Dagný...Gísla dætur G, voru að eignast systur í dag. Til hamingju með það.
4 Comments:
vúhúú! til hamingju með nýja starfið.
ov
takk takk :)
Til hamingju! Frábærar fréttir alveg.
Takk Maggi minn :)
Post a Comment
<< Home